Ótrúlegar myndir frá komu Falcao til Tyrklands Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. september 2019 08:30 Radamel Falcao vísir/getty Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á meðal stuðningsmanna tyrkneska stórveldisins Galatasaray vegna komu kólumbíska framherjans Radamel Falcao til félagsins. Þessi 33 ára gamli markahrókur gekk í raðir Galatasaray frá franska úrvalsdeildarliðinu Monaco á dögunum. Falcao gerði þriggja ára samning við tyrknesku meistarana sem þurftu að punga út um 5 milljónum evra fyrir félagaskiptin.More than 25,000 Galatasaray fans turned up to greet Falcao at the airport. Incredible pic.twitter.com/noVbc1R1bB — ESPN FC (@ESPNFC) September 2, 2019Ótrúlegar móttökurRúmlega 25 þúsund manns voru mættir á flugvöllinn í Istanbul á dögunum þegar Falcao mætti á svæðið og það var ekki minni stemning á heimavelli liðsins í gær þegar Falcao var kynntur formlega fyrir stuðningsmönnunum ásamt öðrum leikmönnum sem gengu í raðir Galatasaray í sumar. Yfir 40 þúsund manns mættu til að hylla nýja leikmenn félagsins og er óhætt að segja að Falcao hafi verið aðalnúmerið á svæðinu eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Falcao hefur raðað inn mörkum á ferli sínum ef frá er talin vera hans í enska boltanum þar sem hann náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar, hvorki hjá Manchester United né Chelsea. Falcao skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir Monaco í Ligue 1 á síðustu leiktíð en hann hefur gerði garðinn frægan með Atletico Madrid, Porto og River Plate áður en hann var keyptur til Monaco fyrir 60 milljónir evra sumarið 2013. Hann er markahæsti leikmaður kólumbíska landsliðsins frá upphafi með 34 mörk í 89 landsleikjum. @Falcao'dan mabedimizde ilk 3'lü! Şşşş... 1⃣2⃣3⃣CİMBOMBOM! #AslanlarSahada pic.twitter.com/vkPY1qm8JF— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 4, 2019 Fótbolti Tyrkland Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á meðal stuðningsmanna tyrkneska stórveldisins Galatasaray vegna komu kólumbíska framherjans Radamel Falcao til félagsins. Þessi 33 ára gamli markahrókur gekk í raðir Galatasaray frá franska úrvalsdeildarliðinu Monaco á dögunum. Falcao gerði þriggja ára samning við tyrknesku meistarana sem þurftu að punga út um 5 milljónum evra fyrir félagaskiptin.More than 25,000 Galatasaray fans turned up to greet Falcao at the airport. Incredible pic.twitter.com/noVbc1R1bB — ESPN FC (@ESPNFC) September 2, 2019Ótrúlegar móttökurRúmlega 25 þúsund manns voru mættir á flugvöllinn í Istanbul á dögunum þegar Falcao mætti á svæðið og það var ekki minni stemning á heimavelli liðsins í gær þegar Falcao var kynntur formlega fyrir stuðningsmönnunum ásamt öðrum leikmönnum sem gengu í raðir Galatasaray í sumar. Yfir 40 þúsund manns mættu til að hylla nýja leikmenn félagsins og er óhætt að segja að Falcao hafi verið aðalnúmerið á svæðinu eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Falcao hefur raðað inn mörkum á ferli sínum ef frá er talin vera hans í enska boltanum þar sem hann náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar, hvorki hjá Manchester United né Chelsea. Falcao skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir Monaco í Ligue 1 á síðustu leiktíð en hann hefur gerði garðinn frægan með Atletico Madrid, Porto og River Plate áður en hann var keyptur til Monaco fyrir 60 milljónir evra sumarið 2013. Hann er markahæsti leikmaður kólumbíska landsliðsins frá upphafi með 34 mörk í 89 landsleikjum. @Falcao'dan mabedimizde ilk 3'lü! Şşşş... 1⃣2⃣3⃣CİMBOMBOM! #AslanlarSahada pic.twitter.com/vkPY1qm8JF— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 4, 2019
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira