Ótrúlegar myndir frá komu Falcao til Tyrklands Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. september 2019 08:30 Radamel Falcao vísir/getty Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á meðal stuðningsmanna tyrkneska stórveldisins Galatasaray vegna komu kólumbíska framherjans Radamel Falcao til félagsins. Þessi 33 ára gamli markahrókur gekk í raðir Galatasaray frá franska úrvalsdeildarliðinu Monaco á dögunum. Falcao gerði þriggja ára samning við tyrknesku meistarana sem þurftu að punga út um 5 milljónum evra fyrir félagaskiptin.More than 25,000 Galatasaray fans turned up to greet Falcao at the airport. Incredible pic.twitter.com/noVbc1R1bB — ESPN FC (@ESPNFC) September 2, 2019Ótrúlegar móttökurRúmlega 25 þúsund manns voru mættir á flugvöllinn í Istanbul á dögunum þegar Falcao mætti á svæðið og það var ekki minni stemning á heimavelli liðsins í gær þegar Falcao var kynntur formlega fyrir stuðningsmönnunum ásamt öðrum leikmönnum sem gengu í raðir Galatasaray í sumar. Yfir 40 þúsund manns mættu til að hylla nýja leikmenn félagsins og er óhætt að segja að Falcao hafi verið aðalnúmerið á svæðinu eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Falcao hefur raðað inn mörkum á ferli sínum ef frá er talin vera hans í enska boltanum þar sem hann náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar, hvorki hjá Manchester United né Chelsea. Falcao skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir Monaco í Ligue 1 á síðustu leiktíð en hann hefur gerði garðinn frægan með Atletico Madrid, Porto og River Plate áður en hann var keyptur til Monaco fyrir 60 milljónir evra sumarið 2013. Hann er markahæsti leikmaður kólumbíska landsliðsins frá upphafi með 34 mörk í 89 landsleikjum. @Falcao'dan mabedimizde ilk 3'lü! Şşşş... 1⃣2⃣3⃣CİMBOMBOM! #AslanlarSahada pic.twitter.com/vkPY1qm8JF— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 4, 2019 Fótbolti Tyrkland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríki á meðal stuðningsmanna tyrkneska stórveldisins Galatasaray vegna komu kólumbíska framherjans Radamel Falcao til félagsins. Þessi 33 ára gamli markahrókur gekk í raðir Galatasaray frá franska úrvalsdeildarliðinu Monaco á dögunum. Falcao gerði þriggja ára samning við tyrknesku meistarana sem þurftu að punga út um 5 milljónum evra fyrir félagaskiptin.More than 25,000 Galatasaray fans turned up to greet Falcao at the airport. Incredible pic.twitter.com/noVbc1R1bB — ESPN FC (@ESPNFC) September 2, 2019Ótrúlegar móttökurRúmlega 25 þúsund manns voru mættir á flugvöllinn í Istanbul á dögunum þegar Falcao mætti á svæðið og það var ekki minni stemning á heimavelli liðsins í gær þegar Falcao var kynntur formlega fyrir stuðningsmönnunum ásamt öðrum leikmönnum sem gengu í raðir Galatasaray í sumar. Yfir 40 þúsund manns mættu til að hylla nýja leikmenn félagsins og er óhætt að segja að Falcao hafi verið aðalnúmerið á svæðinu eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Falcao hefur raðað inn mörkum á ferli sínum ef frá er talin vera hans í enska boltanum þar sem hann náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar, hvorki hjá Manchester United né Chelsea. Falcao skoraði 15 mörk í 33 leikjum fyrir Monaco í Ligue 1 á síðustu leiktíð en hann hefur gerði garðinn frægan með Atletico Madrid, Porto og River Plate áður en hann var keyptur til Monaco fyrir 60 milljónir evra sumarið 2013. Hann er markahæsti leikmaður kólumbíska landsliðsins frá upphafi með 34 mörk í 89 landsleikjum. @Falcao'dan mabedimizde ilk 3'lü! Şşşş... 1⃣2⃣3⃣CİMBOMBOM! #AslanlarSahada pic.twitter.com/vkPY1qm8JF— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) September 4, 2019
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira