Óskar eftir því að Katrín og Guðlaugur komi fyrir nefndina sem fyrst: „Vont að upplifa að við vorum ekki tilbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 17:25 Þorgerður Katrín hefur óskað eftir upplýsingum um stöðuna í öryggis- og varnarmálum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis, ætlar að óska eftir því að bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, komi fyrir nefndina sem allra fyrst til að varpa ljósi á stöðu mála eftir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Tónarnir í varnarmálum af hálfu Íslands séu afar óræðir. Heimsóknin hefði í raun vakið fleiri spurningar en hún svaraði. Það væri um nóg að ræða á fundi utanríkismálanefndar og reyndar líka á Alþingi Íslendinga. Hún óskaði eftir nánari upplýsingum í aðdraganda heimsóknar Pence og ítrekaði þá ósk sína aftur í dag. Þorgerður segir að svo virtist sem íslenskir ráðamenn hefðu komið óundirbúnir til fundarins með Pence. „Það er bara eins og að hafi verið þrír mjög mismunandi aðilar sem sóttu fundinn. Það lá alveg ljóst fyrir að áhersla Pence í þessari heimsókn væri á varnarmál og það var vont að upplifa það að við vorum ekki tilbúin. Við vorum ekki tilbúin með okkar forgangsröðun, okkar áherslur þegar kemur að varnarmálum. Það hefur orðið gjörbreyting á þróuninni með þessi stjórnvöld í Bandaríkjunum og þá þurfum við einfaldlega að endurskoða okkar mál og fara yfir þau. Við verðum sérstaklega að reyna að eyða þessu ójafnvægi sem verið hefur á síðustu misserum í samskiptum okkar, Norðurlandanna og Bandaríkjanna,“ segir Þorgerður Katrín og vísar þannig meðal annars í Grænlandsáhuga Trumps. Henni hugnast ekki sú nálgun að um viðskipti sé rætt í sömu andrá og hernaðarbrölt. Þessum tveimur þáttum megi aldrei blanda saman því þá gæti skapast hætta á að sterkari aðilinn geti hreinlega keypt sér aðgang að landinu. Þorgerður Katrín gagnrýnir hvernig ríkisstjórnin hélt á spilunum og lýsir heimsókninni og aðdraganda hennar sem „fum og fát“ þar sem íslenskir ráðamenn hefðu nálgast málið út frá flokkspólitískum hagsmunum og óróleika í baklandi, sem væri miður. Þorgerður Katrín hefði viljað að forsætisráðherra hefði verið ákveðnari við Pence. „Ég hefði viljað sjá Katrínu stíga fastar til jarðar. Koma með okkar áherslur núna þegar þetta ójafnvægi er við Bandaríkin í gegnum loftslagsmálin, það þýðir ekki að nefna bara loftslagsmálin heldur segja að þau séu órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins,“ segir Þorgerður og bætir við að stefna Trump-stjórnarinnar í loftslagsmálum sé ógn við okkur, Norðurslóðir og Norðurlöndin.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Varnarmál Tengdar fréttir Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45 Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. 5. september 2019 14:45
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58