Halda því fram að Mourinho hafi neitað að kaupa Virgil van Dijk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 08:30 Virgil van Dijk á blaðamannafundi með hollenska landsliðinu. Getty/VI Images Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, væri kannski ennþá knattspyrnustjóri félagsins ef hann hefði keypt hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018. Portúgalinn sagði hins vegar nei takk og missti síðan starfið sitt tæpu ári síðar. Liverpool keypti Virgil van Dijk í staðinn frá Southampton og sér ekki eftir því í dag. Van Dijk er nú í hópi bestu leikmanna heims á öllum verðlaunahátíðum UEFA og FIFA. Liverpool var allt annað lið með Virgil van Dijk innanborðs og vann Meistaradeildina síðasta vor. Á sama tíma gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United og Jose Mourinho var rekinn í desember. Vandræði liðsins snéru ekki síst um varnarleikinn en United bætti úr því með því að kaupa Harry Maguire í haust. Þá var hins vegar skaðinn skeður og liðið ekki lengur í Meistaradeildinni.Jose Mourinho reportedly refused to sign Virgil van Dijk in January 2018, before he joined Liverpool. That's what the papers are saying. The gossip: https://t.co/skmvzYrU9n#bbcfootballpic.twitter.com/i8YnuWp7Yj — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2019Blaðamenn The Independent hafa heimildir fyrir því að Jose Mourinho hafi sagt við yfirmenn sína hjá Manchester United að hann vildi ekki kaupa hollenska miðvörðinn. Miðverðirnir sem Jose Mourinho keypti sem knattspyrnustjóri Manchester United voru þeir Eric Bailly og Victor Lindelof en á þessum tíma, í janúar 2018, sóttist Portúgalinn ekki eftir því að kaupa fleiri miðverði. Það breyttist hins vegar um sumarið. Miguel Delaney skrifaði um þetta í The Independent og gerði mikið úr því að það á ekki að sjást hjá félagi eins og Manchester United að stjóri segi nei við háklassa miðverði í janúar en þurfi svo lífsnauðsynlega á miðverði að halda nokkrum mánuðum síðar.Manchester United were ready to bid for Virgil van Dijk in January 2018, only for Jose Mourinho to say no as he didn't feel he needed a centre-back, according to The Independent pic.twitter.com/pZQK7Iitzu — Goal Malaysia (@Goal_MY) September 5, 2019 Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk en einu og hálfu ári síðar keypti Manchester United Maguire frá Leicester City fyrir 85 milljónir punda og gerði hann að dýrasta varnarmanni heims. Van Dijk var kosinn besti leikmaður síðasta tímabils hjá UEFA og þykir líklegur til að hljóta Gullknöttinn í ár sem besti knattspyrnurmaður heims árið 2019. Hann er þegar orðinn goðsögn hjá Liverpool og mikill leiðtogi innan liðsins. Van Dijk er 27 ára gamall og er staddur með hollenska landsliðinu sem mun mæta Þýskalandi í kvöld í undankeppni EM 2020. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, væri kannski ennþá knattspyrnustjóri félagsins ef hann hefði keypt hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018. Portúgalinn sagði hins vegar nei takk og missti síðan starfið sitt tæpu ári síðar. Liverpool keypti Virgil van Dijk í staðinn frá Southampton og sér ekki eftir því í dag. Van Dijk er nú í hópi bestu leikmanna heims á öllum verðlaunahátíðum UEFA og FIFA. Liverpool var allt annað lið með Virgil van Dijk innanborðs og vann Meistaradeildina síðasta vor. Á sama tíma gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United og Jose Mourinho var rekinn í desember. Vandræði liðsins snéru ekki síst um varnarleikinn en United bætti úr því með því að kaupa Harry Maguire í haust. Þá var hins vegar skaðinn skeður og liðið ekki lengur í Meistaradeildinni.Jose Mourinho reportedly refused to sign Virgil van Dijk in January 2018, before he joined Liverpool. That's what the papers are saying. The gossip: https://t.co/skmvzYrU9n#bbcfootballpic.twitter.com/i8YnuWp7Yj — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2019Blaðamenn The Independent hafa heimildir fyrir því að Jose Mourinho hafi sagt við yfirmenn sína hjá Manchester United að hann vildi ekki kaupa hollenska miðvörðinn. Miðverðirnir sem Jose Mourinho keypti sem knattspyrnustjóri Manchester United voru þeir Eric Bailly og Victor Lindelof en á þessum tíma, í janúar 2018, sóttist Portúgalinn ekki eftir því að kaupa fleiri miðverði. Það breyttist hins vegar um sumarið. Miguel Delaney skrifaði um þetta í The Independent og gerði mikið úr því að það á ekki að sjást hjá félagi eins og Manchester United að stjóri segi nei við háklassa miðverði í janúar en þurfi svo lífsnauðsynlega á miðverði að halda nokkrum mánuðum síðar.Manchester United were ready to bid for Virgil van Dijk in January 2018, only for Jose Mourinho to say no as he didn't feel he needed a centre-back, according to The Independent pic.twitter.com/pZQK7Iitzu — Goal Malaysia (@Goal_MY) September 5, 2019 Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk en einu og hálfu ári síðar keypti Manchester United Maguire frá Leicester City fyrir 85 milljónir punda og gerði hann að dýrasta varnarmanni heims. Van Dijk var kosinn besti leikmaður síðasta tímabils hjá UEFA og þykir líklegur til að hljóta Gullknöttinn í ár sem besti knattspyrnurmaður heims árið 2019. Hann er þegar orðinn goðsögn hjá Liverpool og mikill leiðtogi innan liðsins. Van Dijk er 27 ára gamall og er staddur með hollenska landsliðinu sem mun mæta Þýskalandi í kvöld í undankeppni EM 2020.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira