Enski boltinn

Maðurinn sem sótti Gylfa aftur til Swansea kominn með fimmta starfið á fimm árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garry Monk.
Garry Monk. Getty/Nathan Stirk
Garry Monk verður næsti knattspyrnustjóri enska b-deildarliðsins Sheffield Wednesday samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla.Sheffield Wednesday hefur verið að leita sér að knattspyrnustjóra síðan að Steve Bruce fórnaði starfinu fyrir að það að taka við liði Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.Garry Monk er fertugur og lék með Gylfa Þór Sigurðssyni þegar íslenski landsliðsmaðurinn kom fyrst til Swansea. Þegar Monk varð síðan knattspyrnustjóri Swansea City árið 2014 þá sótti hann Gylfa til Tottenham um sumarið. Gylfi var hins vegar lengur hjá Swansea en Monk sem þurfti að taka pokann sinn í desember 2015.Garry Monk hefur verið atvinnulaus síðan að Birmingham rak hann í júní eftir fimmtán ára starf. Hann hafði áður stýrt Swansea City frá 2014-15, Leeds United 2016-17 og Middlesbrough árið 2017.Monk hefur alltaf enst stutt í starfi, þetta er fimmta félagið á fimm árum, en nú er að sjá hvort honum takist að breyta því núna og jafnframt að koma liði Sheffield Wednesday aftur upp í ensku úrvalsdeildina þar sem liðið hefur ekki verið síðan vorið 2000.Lee Bullen stýrði liðinu í fyrstu leikjum tímabilsins eftir óvænt brotthvarf Steve Bruce en liðið vann fjóra af sjö leikjum undir hans stjórn og situr í ellefta sæti ensku b-deildarinnar.Fyrsti leikur Garry Monk með Sheffield Wednesday verður á útivelli á móti Huddersfield Town sunnudaginn 15. september.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.