Allir eftirlifandi grindhvalirnir voru aflífaðir í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2019 11:31 Frá fjörunni við Sauðanes í gær. Hvalirnir voru flestir lifandi þegar smalafólk kom að þeim en hafa nú verið aflífaðir. Mynd/Steinar Snorrason Allir sextíu grindhvalirnir sem syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í gær eru dauðir. Eftirlifandi hvalir voru aflífaðir í fjörunni í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn beinir því til fólks að ganga um svæðið af virðingu. Smalafólk gekk fram á hvalina í gær og lét lögreglu vita. Um fimmtán til 20 dýr voru þegar dauð þegar menn komu á staðinn í gær en lagt var upp með að bjarga þeim sem enn voru lifandi. Steinar Snorrason varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn segir að það hafi ekki tekist. „Það voru nokkur dýr lifandi í gærkvöldi, seint í gærkvöldi, og það var ákveðið að taka stöðuna í morgun og þau voru aflífuð sem voru lifandi.“ Hræin eru í eigu og á ábyrgð landeiganda. Steinar segir að tekin verði sýni úr hvölunum og ákvörðun um förgun verði svo tekin í samráði við Matvælastofnun. Hann bendir á að hræin séu í alfaraleið og því mikilvægt að ferðalangar á svæðinu fari varlega. „Fólk, þeir sem eru að skoða þetta, gangi með virðingu um þetta. Séu ekki að atast í þessu dánu dýrum þarna, það er aðalatriðið held ég.“ Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði. Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í gær.Steinar Snorrason Dýr Langanesbyggð Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22 Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Allir sextíu grindhvalirnir sem syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í gær eru dauðir. Eftirlifandi hvalir voru aflífaðir í fjörunni í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn beinir því til fólks að ganga um svæðið af virðingu. Smalafólk gekk fram á hvalina í gær og lét lögreglu vita. Um fimmtán til 20 dýr voru þegar dauð þegar menn komu á staðinn í gær en lagt var upp með að bjarga þeim sem enn voru lifandi. Steinar Snorrason varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn segir að það hafi ekki tekist. „Það voru nokkur dýr lifandi í gærkvöldi, seint í gærkvöldi, og það var ákveðið að taka stöðuna í morgun og þau voru aflífuð sem voru lifandi.“ Hræin eru í eigu og á ábyrgð landeiganda. Steinar segir að tekin verði sýni úr hvölunum og ákvörðun um förgun verði svo tekin í samráði við Matvælastofnun. Hann bendir á að hræin séu í alfaraleið og því mikilvægt að ferðalangar á svæðinu fari varlega. „Fólk, þeir sem eru að skoða þetta, gangi með virðingu um þetta. Séu ekki að atast í þessu dánu dýrum þarna, það er aðalatriðið held ég.“ Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði. Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í gær.Steinar Snorrason
Dýr Langanesbyggð Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22 Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15
Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36