Íslenski boltinn

Afturelding skellti Gróttu á Nesinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Aftureldingar fagna marki í sumar.
Leikmenn Aftureldingar fagna marki í sumar. vísir/s2s/skjáskot
Afturelding tók stórt skref í áttina að áframhaldandi veru í Inkassodeild karla með stórsigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld.Andri Freyr Jónasson fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði þrennu á 22 mínútna kafla. Fyrsta markið kom úr vítaspyrnu, hann nýtti sér mistök í vörn Gróttu í öðru markinu og í því þriðja komst Jason Daði Svanþórsson inn í sendingu í vörn Gróttu og lagði boltann á Andra Frey.Heimamenn reyndu hvað þeir gátu í seinni hálfleik og mættu inn af krafti með háa pressu. Þeim gekk hins vegar ekki að klóra sig til baka inn í leikinn heldur skoraði Arnór Gauti Jónsson fjórða mark Aftureldingar á 54. mínútu.Jason Daði skoraði fimmta mark Aftureldingar undir lok leiksins og fór svo að Afturelding vann 5-0 sigur.Sigurinn kemur Aftureldingu upp í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum frá Magna í ellefta sætinu. Tap Gróttu fór hins vegar langt með að tryggja Fjölni toppsæti deildarinnar þar sem þeir virðast óstöðvandi og eru nú fjögur stig á milli liðanna þegar tveir leikir eru eftir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.