Íslenski boltinn

Afturelding skellti Gróttu á Nesinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Aftureldingar fagna marki í sumar.
Leikmenn Aftureldingar fagna marki í sumar. vísir/s2s/skjáskot

Afturelding tók stórt skref í áttina að áframhaldandi veru í Inkassodeild karla með stórsigri á Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld.

Andri Freyr Jónasson fór á kostum í fyrri hálfleik og gerði þrennu á 22 mínútna kafla. Fyrsta markið kom úr vítaspyrnu, hann nýtti sér mistök í vörn Gróttu í öðru markinu og í því þriðja komst Jason Daði Svanþórsson inn í sendingu í vörn Gróttu og lagði boltann á Andra Frey.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu í seinni hálfleik og mættu inn af krafti með háa pressu. Þeim gekk hins vegar ekki að klóra sig til baka inn í leikinn heldur skoraði Arnór Gauti Jónsson fjórða mark Aftureldingar á 54. mínútu.

Jason Daði skoraði fimmta mark Aftureldingar undir lok leiksins og fór svo að Afturelding vann 5-0 sigur.

Sigurinn kemur Aftureldingu upp í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig, þremur stigum frá Magna í ellefta sætinu. Tap Gróttu fór hins vegar langt með að tryggja Fjölni toppsæti deildarinnar þar sem þeir virðast óstöðvandi og eru nú fjögur stig á milli liðanna þegar tveir leikir eru eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.