Erlent

Boris reynir aftur að fá þing­heim til að sam­þykkja kosningar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boris Johnson forsætisráðherra Breta.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta. vísir/getty
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ætlar að reyna aftur í dag að fá þingheim til að samþykkja kosningar í landinu en til þess þarf hann aukinn meirihluta í þinginu.

Slíkri tillögu var hafnað í síðustu viku og nær öruggt er talið að þessi tillaga fái sömu útreið.

Johnson reynir nú að sannfæra stjórnarandstöðuna um að farsælast sé að samþykkja kosningar strax, en það vilja andstæðingar hans ekki gera fyrr en tryggt sé að Bretar heltist ekki úr ESB lestinni þann 31. október án samnings.

Þeir treysta því á frumvarp sem stjórnarandsstaðan fékk samþykkt í síðustu viku með aðstoð uppreisnarmanna í Íhaldsflokknum, sem kveður á um að Johnson verði að sækja um aukinn frest á Brexit, verði ekki búið að ná samningum fyrir nítjánda október.

Það er Johnson allsendis þvert um geð að gera, en hann gæti þó neyðst til að gera það, úr því þingmenn vilja ekki ganga til kosninga strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×