Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist fagna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu um að taka Landsréttarmálið fyrir. Fjallað verður ítarlega um málið og meðal annars rætt við Áslaugu Örnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir

Skipulögðum netglæpamönnum hefur það sem af er ári tekist að svíkja gríðarlega háar fjárhæðir af fyrirtækjum hér á landi. Tilfelli HS Orku er ekki einsdæmi en netþrjótum tókst nýverið að svíkja út á fjórða hundrað milljóna króna frá fyrirtækinu.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá nýjustu vendingum vegna Brexit, niðurstöðum sveitastjórnarkosninga í Rússlandi og höldum áfram umfjöllun um málefni Ríkislögreglustjóra.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×