Mávaræðan ekki lengur eina heimsfræga ræða Eric Cantona: Sjáðu ræðu hans á UEFA-sviðinu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2019 08:30 Eric Cantona flytur hé ræðu sína á Meistaradeildardrættinum í gær. Getty/Valerio Pennicino Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Misstir þú af ræðu Eric Cantona á Meistaradeildardrættinum í gær? Þá er um að gera að kynna sér þá klassík betur. Cantona bauð nefnilega upp á mjög óvenjulega en um leið mjög Cantona lega ræðu upp á sviði UEFA í gær. Eric Cantona fékk forsetaverðlaun UEFA í gær og mætti upp á svið í Mónakó til að taka við þeim úr hendi Aleksander Ceferin, forseta UEFA. Eftir að Frakkinn hafði fengið verðlaunagripinn í hendurnar þá fékk Eric Cantona þá spurningu um hvað væri að fara í gegnum huga hans á þeirri stundu. Menn fengu fljótt svarið og það var svo sannarlega engin klisja.In case you missed Eric Cantona's speech ahead of the Uefa Champions League draw on Thursday - it's worth a read.. Here it is: https://t.co/RSfioaPAql#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/OcDbOdjdWh — BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2019Ræður verðlaunahafa á athöfnum sem þessum eru vanalega innihaldslitlar og snúast aðallega um að þakka sínu fólki og sínum liðsfélögum fyrir stuðninginn. Menn bjóða vanalega ekki upp á heimspeki upp á sviði en það hefur líka enginn fótboltamaður verið eins og Eric Cantona. Ræða Eric Cantona um mávana þegar hann kom til baka úr leikbanninu fræga árið 1995 er fyrir löngu orðin hluti af fótboltasögunni og nú hefur Cantona bætt annarri heimspekilegri ræðu í þann hóp.Eric Cantona's bizarre speech at the UEFA Champions League group-stage draw in full What a man pic.twitter.com/DiCfGI2Xc8 — ESPN India (@ESPNIndia) August 30, 2019 Í áhorfendahópnum voru fulltrúar bestu félaga Evrópu og líka bestu fótboltamenn heims eins og þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Áhorfendurnir í salnum horfðu hljóðlátir og dolfallnir þegar Eric Cantona hóf upp röddina en menn þurftu samt líklega að hlusta nokkrum sinnum á ræðuna til að skilja hana til fullnustu. „Við erum fyrir guðina eins og flugur eru fyrir gáskafulla stráka. Þeir leika sér að því að drepa okkur,“ byrjaði Eric Cantona og var þar að vitna í leikrit William Shakespeare um Lér konung. „Fyrr en varir mun tæknin hafa náð að hægja á öldrun frumanna og mun síðan geta lagað frumurnar þannig að við getum lifað endalaust. Þá munu aðeins slys, glæpir, stríð drepa okkur en því miður munu glæpir og stríð margfaldast,“ hélt Cantona áfram. Hann endaði síðan: „Ég elska fótbolta, takk fyrir“ Það má heyra alla ræðuna hans Eric Cantona hér fyrir neðan.Klippa: Ræða Cantona - Meistaradeild Evrópu
Frakkland Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira