Fótbolti

Alfreð lék sinn fyrsta leik í rúma fjóra mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð sneri aftur á völlinn í dag.
Alfreð sneri aftur á völlinn í dag. vísir/getty

Alfreð Finnbogason lék sinn fyrsta leik með Augsburg síðan 14. apríl þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við nýliða Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Alfreð kom inn á sem varamaður á 87. mínútu. Hann hefur verið frá undanfarna mánuði vegna kálfameiðsla.


Ruben Vargas kom Augsburg yfir á 59. mínútu en Sebastian Andersson jafnaði tíu mínútum fyrir leikslok. Skömmu síðar fékk Keven Schlotterbeck, leikmaður Union Berlin, rauða spjaldið. Augsburg og Union Berlin eru bæði með eitt stig eftir tvo leiki.

Bayer Leverkusen vann Düsseldorf, 1-3, og er með fullt hús stiga líkt og Borussia Dortmund og Freiburg sem bar sigurorð af nýliðum Paderborn í dag, 1-3.

Hoffenheim vann 3-2 sigur á Werder Bremen og Borussia Mönchengladbach lagði Mainz að velli, 1-3.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.