Enski boltinn

Kyle Walker var ekki valinn í enska landsliðið og Guardiola er hissa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Walker á blaðamannafundi.
Guardiola og Walker á blaðamannafundi. vísir/getty
Hægri bakvörður Englandsmeistara Manchester City, Kyle Walker, er ekki í leikmannahópi Englands sem mætir Búlgaríu og Kósóvó í undankeppni EM 2020 í byrjun næsta mánaðar.

Walker hefur verið fastamaður í liði City undanfarin tvö tímabil en City vann þrjá bikara á síðustu leiktíð. Stjóri hans hjá City, Pep Guardiola, var hissa á ákvörðun Gareth Southgate.

„Ég var hissa en ég er ekki viðloðandi ákvörðunina. Ég virði hana og Kyle mun koma sterkari til baka. Ég skil hann og styð Gareth (innsk. blm. Southgate),“ sagði Guardiola.







„Ég er nokkuð viss um að leikmennirnir vilja fara og vera með landsliðinu en nú hefur þetta skeð og við verðum að aðlaga okkur að því.“

„Við höfum tíma fyrir fjölskyldur okkar í landsleikjahléinu. Komdu til baka og spilaðu eins vel og hægt er til þess að komast aftur í landsliðið,“ voru svo skilaboð Guardiola til Walker.

Walker hefur spilað 48 leiki fyrir enska landsliðið en nú eru Trent Alexander-Arnold og Kieran Trippier valdir fram fyrir Walker ásamt Aaron Wan-Bissaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×