Air Canada sektað vegna frönskuleysis Andri Eysteinsson skrifar 30. ágúst 2019 23:50 Boeing vél Air Canada í háloftunum. Getty/NurPhoto Kanadíska flugfélagið Air Canada hefur verið dæmt til þess að greiða frönskumælandi hjónum tæpar tvær milljónir króna (CAD 21.000) fyrir að hafa brotið á tvítyngilögum Kanada. Hefur flugfélaginu einnig verið gert að senda hjónunum skriflega afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið á réttindum þeirra sem frönskumælandi Kanadabúa. BBC greinir frá. Hjónin höfðu formlega kvartað yfir því að skilti í fluginu hafi flest öll verið á ensku. Þau sem hafi verið á frönsku hafi verið minni og ekki eins áberandi. Opinber tungumál í Kanada eru jú bæði Franska og Enska.Hjónin, Michel og Lynda Thibodeau skiluðu alls inn 22 kvörtunum vegna málsins. Þar á meðal kvörtuðu þau yfir því að orðið „lyfta“, eða lift, var ígrafið á sætisbeltaólarnar en ekkert bólaði á frönsku. Þá var öryggiskynningin sem flutt var á ensku betri en sú sem flutt var á frönsku.Dómstóll í Ottawa komst að því að flugfélagið hafi ekki sinnt skyldu sinni að hafa bæði opinberu tungumál Kanada sýnileg og var félagið því dæmt til sektar. Hjónin hafa áður blandað dómstólum inn í deilur þeirra við Air Canada. Árið 2014 var kröfu þeirra um að fá að lögsækja flugfélagið hafnað. Þau höfðu þá lent í því að vegna tungumálaörðugleika hafi drykkjarpöntun þeirra um borð í flugvél félagsins misfarist. Fréttir af flugi Kanada Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Kanadíska flugfélagið Air Canada hefur verið dæmt til þess að greiða frönskumælandi hjónum tæpar tvær milljónir króna (CAD 21.000) fyrir að hafa brotið á tvítyngilögum Kanada. Hefur flugfélaginu einnig verið gert að senda hjónunum skriflega afsökunarbeiðni fyrir að hafa brotið á réttindum þeirra sem frönskumælandi Kanadabúa. BBC greinir frá. Hjónin höfðu formlega kvartað yfir því að skilti í fluginu hafi flest öll verið á ensku. Þau sem hafi verið á frönsku hafi verið minni og ekki eins áberandi. Opinber tungumál í Kanada eru jú bæði Franska og Enska.Hjónin, Michel og Lynda Thibodeau skiluðu alls inn 22 kvörtunum vegna málsins. Þar á meðal kvörtuðu þau yfir því að orðið „lyfta“, eða lift, var ígrafið á sætisbeltaólarnar en ekkert bólaði á frönsku. Þá var öryggiskynningin sem flutt var á ensku betri en sú sem flutt var á frönsku.Dómstóll í Ottawa komst að því að flugfélagið hafi ekki sinnt skyldu sinni að hafa bæði opinberu tungumál Kanada sýnileg og var félagið því dæmt til sektar. Hjónin hafa áður blandað dómstólum inn í deilur þeirra við Air Canada. Árið 2014 var kröfu þeirra um að fá að lögsækja flugfélagið hafnað. Þau höfðu þá lent í því að vegna tungumálaörðugleika hafi drykkjarpöntun þeirra um borð í flugvél félagsins misfarist.
Fréttir af flugi Kanada Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira