Erlent

Dorian orðinn fjórða stigs fellibylur

Sylvía Hall skrifar
Fellibylurinn er metinn gríðarlega hættulegur.
Fellibylurinn er metinn gríðarlega hættulegur.
Fellibylurinn Dorian, sem stefnir á Bahamaeyjar og Flórída næsta sólarhringinn er orðinn fjórða stigs fellibylur og því metinn gríðarlega hættulegur. Búist er við því að fellibylurinn skelli á Bahamaeyjum á sunnudag og á Flórída á mánudag.

Vindhraðinn er sagður geta náð 240 kílómetrum á klukkustund þegar hann nær landi en ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Fellibylurinn stefnir í að vera sá öflugasti sem gengur á land á austurströnd Flórída í þrjátíu ár.

Íbúar á Bahamas hafa verið beðnir um að koma sér í skjól en í Flórída hafa verslanir verið tæmdar af mat, drykk og öðrum nauðsynjavörum, þannig að fólk sem byrgt af nauðsynjum, fari allt á versta veg.

Úrhellisrigningu getur fylgt fellibylnum með tilheyrandi flóðum. Svæði þar sem búist er við að veðurhamurinn gangi yfir eru til að mynda skemmtigarður Walt Disney er og sumardvalarstaður Donald Trump‘s, Bandaríkjaforseta, Mar-a-Lago.


Tengdar fréttir

Dorian nálgast: „Hæg­fara felli­bylur er ekki vinur okkar“

Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×