Erlent

Íbúar í Flórída búa sig undir stórhættulegan fjórða stigs fellibyl

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag.
Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag.
Fellibylurinn Dorian, sem veðurfræðingar segja að sé stórhættulegur, nálgast nú stendur Flórída í Bandaríkjunum.Ron DeSantis, Ríkisstjóri í Flórída, hefur lýst yfir neyðarástandi og fólk í norðurhluta fylkisins hamstrar nú matvæli til að búa sig undir skort eftir að bylurinn gengur á land, sem verður líklegast á mánudag.Búist er við að veðurhamurinn verði mestur nyrst í Flórída og hugsanlega syðst í Georgíu þó að það sé enn háð nokkurri óvissu.Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl.Sérfræðingar hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna vara við hættulegu rigningarveðri sem gæti valdið skyndiflóðum í Flórída og hluta Bahamaeyja.

Geðshræring hefur gripið um sig í Flórída en ríkisstjórinn bað íbúana um undirbúa sig vel.Vísir/ap

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.