Erlent

Íbúar í Flórída búa sig undir stórhættulegan fjórða stigs fellibyl

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag.
Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag.

Fellibylurinn Dorian, sem veðurfræðingar segja að sé stórhættulegur, nálgast nú stendur Flórída í Bandaríkjunum.

Ron DeSantis, Ríkisstjóri í Flórída, hefur lýst yfir neyðarástandi og fólk í norðurhluta fylkisins hamstrar nú matvæli til að búa sig undir skort eftir að bylurinn gengur á land, sem verður líklegast á mánudag.

Búist er við að veðurhamurinn verði mestur nyrst í Flórída og hugsanlega syðst í Georgíu þó að það sé enn háð nokkurri óvissu.

Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl.

Sérfræðingar hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna vara við hættulegu rigningarveðri sem gæti valdið skyndiflóðum í Flórída og hluta Bahamaeyja.

Geðshræring hefur gripið um sig í Flórída en ríkisstjórinn bað íbúana um undirbúa sig vel. Vísir/ap

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.