Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 11:31 Ljósbogi myndaðist í þriðja kerskála álversins í Straumsvík í júlí. Vísir/vilhelm „Í gær voru fyrstu tvö kerin í kerskála þrjú ræst, aðeins á undan áætlun og það er bara mjög ánægjulegt að ná því,“ segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi í samtali við fréttastofu. Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu en upphaflega stóð til að endurræsa skálann í byrjun september. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sagði ákvörðunina um að slökkva á kerinu hafa átt sér langan aðdraganda vegna erfiðleika í áliðnaðinum þar sem erfitt hefði verið að fá súrál. Því neyddist álverið til þess að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum“ sem varð til þess að kerin hafi orðið veik. Lokaákvörðun var svo tekin eftir að ljósboginn myndaðist.Sjá einnig: Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Bjarni Már segir að það gangi vel að endurræsa kerin og það sé ánægjulegt að ferlið sé hafið. Hann á þó ekki von á því að það verði kveikt á nýjum kerjum í dag vegna fjölskylduhátíðar í Straumsvík í dag þar sem haldið er upp á fimmtíu ára afmæli álframleiðslu á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er opin öllum. Hann gerir ráð fyrir því að tvö ker verði ræst á dag og það geti tekið nokkra mánuði að ná öllum skálanum aftur í gang. Það sé hins vegar of snemmt að greina frá því hversu mikið fjárhagstjón fylgdi lokun skálans en reksturinn sé í góðu jafnvægi sem stendur. Síðast var kerskála lokað í tíu vikur árið 2006 en þá nam tjónið um fjórum milljörðum króna. „Það verður gert upp síðar en það er auðvitað mikilvægast að koma framleiðslunni aftur í fullan gang,“ segir Bjarni Már. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52 Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Í gær voru fyrstu tvö kerin í kerskála þrjú ræst, aðeins á undan áætlun og það er bara mjög ánægjulegt að ná því,“ segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi í samtali við fréttastofu. Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu en upphaflega stóð til að endurræsa skálann í byrjun september. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sagði ákvörðunina um að slökkva á kerinu hafa átt sér langan aðdraganda vegna erfiðleika í áliðnaðinum þar sem erfitt hefði verið að fá súrál. Því neyddist álverið til þess að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum“ sem varð til þess að kerin hafi orðið veik. Lokaákvörðun var svo tekin eftir að ljósboginn myndaðist.Sjá einnig: Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Bjarni Már segir að það gangi vel að endurræsa kerin og það sé ánægjulegt að ferlið sé hafið. Hann á þó ekki von á því að það verði kveikt á nýjum kerjum í dag vegna fjölskylduhátíðar í Straumsvík í dag þar sem haldið er upp á fimmtíu ára afmæli álframleiðslu á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er opin öllum. Hann gerir ráð fyrir því að tvö ker verði ræst á dag og það geti tekið nokkra mánuði að ná öllum skálanum aftur í gang. Það sé hins vegar of snemmt að greina frá því hversu mikið fjárhagstjón fylgdi lokun skálans en reksturinn sé í góðu jafnvægi sem stendur. Síðast var kerskála lokað í tíu vikur árið 2006 en þá nam tjónið um fjórum milljörðum króna. „Það verður gert upp síðar en það er auðvitað mikilvægast að koma framleiðslunni aftur í fullan gang,“ segir Bjarni Már.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52 Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52
Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29
Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00