Enski boltinn

Swansea tók toppsætið af Leeds

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dramatíkin var allsráðandi í leikslok á Elland Road
Dramatíkin var allsráðandi í leikslok á Elland Road vísir/Getty
Swansea tók toppsæti ensku B-deildarinnar í fótbolta af Leeds í toppslag liðanna á Elland Road í dag.

Sigurmarkið, og eina mark leiksins, skoraði Wayne Routledge á 90. mínútu leiksins.

Heimamenn í Leeds voru meira með boltann og mikla yfirburði í skottilraunum en aðeins þrjár af tilraunum þeirra enduðu á markrammanum. Swansea átti tvö skot á markið og varð annað þeirra mark.

Þetta var fyrsti tapleikur Leeds á tímabilinu en Swansea er enn án taps.

Jón Daði Böðvarsson kom við sögu í liði Millwall sem gerði 1-1 jafntefli við Hull.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn eftir rúmlega klukkutíma leik en hann náði ekki að finna sigurmarkið fyrir Millwall.

Jed Wallace hafði komið heimamönnum í Millwall yfir úr vítaspyrnu á 10. mínútu en Kamil Grosicki jafnaði beint úr aukaspyrnu af löngu færi á 18. mínútu.

Úrslit dagsins:

Bristol - Middlesbrough 2-2

Birmingham - Stoke 2-1

Brentford - Derby 3-0

Leeds - Swansea 0-1

Luton - Huddersfield 2-1

Millwall - Hull 1-1

Nottingham Forest - PNE 1-1

Reading - Charlton 0-2

Sheffield Wednesday - QPR 1-2

WBA - Blackburn 3-2

Wigan - Barnsley 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×