Enski boltinn

Paul Pogba hvergi sjáanlegur á dagatali Manchester United fyrir árið 2020

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba hress og kátur á St. Mary's í dag.
Paul Pogba hress og kátur á St. Mary's í dag. vísir/getty
Paul Pogba er ekki á dagatali Manchester United fyrir árið 2020 sem var gefið út í dag en óvíst er hversu lengi franska stórstjarnan verður hjá þeim rauðklæddu.

Pogba er eitt stærsta nafnið hjá Manchester United og hefur verið framarlega í auglýsingaherferðum United frá því hann kom frá Juventus en það virðist heyra sögunni til.

Franski heimsmeistarinn var duglegur í sumar að tala um að hann vildi burt frá United og bæði Real Madrid og hans fyrrum vinnuveitandi, Juventus, voru talin áhugasöm félög.







Hann er þó enn í herbúðum Man. Utd en náði ekki fyrir augum markaðsdeildar félagsins á dagatalið fyrir næsta ár. Væntanlega er ástæðan þó sú að Pogba gæti verið á förum frá félaginu.

Félagið gefur út árlegt dagtal þar sem leikmenn og þjálfarar félagsins prýða hvern mánuðinn á fætur öðrum.

Juan Mata, Marcus Rashford, Scott McTominay and Anthony Martial eru á mánuðunum frá janúar til apríl.

Victor Lindelof, Andreas Pereira, David de Gea og mynd af Old Trafford eru svo í maí, júní, júlí og ágúst.

Síðustu fjórum mánuðurnir eru svo tileinkaðir Jesse Lingard, stjóranum Ole Gunnar Solskjaer, Nemanja Matic og Luke Shaw.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×