Beint af bílaleigunni og upp á bíl Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 11:36 Annað framdekk jepplingsins pikkfestist í afturrúðu fólksbílsins. Erlendur Þorsteinsson Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. Að sögn sjónarvotta tókst honum með lygilegum hætti að aka Toyota jepplingi sínum inn í hlið kyrrstæðs bíls, sem við það hafnaði á öðrum kyrrstæðum bíl. Eftir stóð jepplingurinn á tveimur hjólum, með annað framdekkið inni í afturrúðu Kia-fólksbíls. Dráttarbíll sem kallaður var út vegna árekstursins var sendur til baka enda ekki talinn nógu öflugur til að fjarlægja jepplinginn úr afturglugganum. Það tókst þó að lokum og eftir stendur mikið skemmd Kia og tveir skelkaðir ferðamenn. „Þetta var ótrúlegt atriði, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður. Maður þarf líklega að horfa til rússneskra bílamyndbanda til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson sem starfar úti á Granda. Hann missti af því þegar samstuðið átti sér stað en rak hins vegar í rogastans þegar hann sá útkomuna.BMV-bifreið skemmdist jafnframt lítillega við samstuðið.ErlendurHann segist þó hafa fengið að líta á upptöku úr öryggismyndavél vinnustaðarins sem fangaði atvikið, sem Erlendur lýsti síðan fyrir blaðamanni. Ökumaður jepplingsins hafi ætlað sér að víkja fyrir gámabíl sem kom akandi úr gagnstæðri átt. Það tókst þó ekki betur en svo að annað framdekk jepplingsins rakst í eitt dekkja fólksbílsins. Við það virðist hafa orðið einhvers konar fjöðrun sem varð til þess að jepplingurinn lyftist og „klifraði upp“ Kiuna með fyrrnefndum afleiðingum. „Það sem er kannski merkilegast er að einhvern veginn tókst þeim að skemma ekki hliðarspegilinn,“ segir Erlendur réttilega. Jepplingurinn er á vegum bílaleigunnar Blue Car Rental, sem er með skrifstofu að Fiskislóð. Ekki eru nema 200 metrar og tvær beygjur frá skrifstofunni að slysstaðnum og hefði ferðalag ferðamannanna tveggja sem leigðu jepplinginn því varla getað byrjað verr. Vísir náði tali af starfsmanni Blue Car Rental sem gat fáar upplýsingar veitt að svo stöddu. Skoðunarmaður á vegum fyrirtækisins væri enn á vettvangi að meta stöðuna. Fréttin verður uppfærð þegar svör berast frá fyrirtækinu.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17