Innlent

Afar slæm loftgæði í Reykjavík

Birgir Olgeirsson skrifar
Það hefur verið heldur þungbúið yfir Reykjavík nú síðdegis sökum jarðvegsfoks.
Það hefur verið heldur þungbúið yfir Reykjavík nú síðdegis sökum jarðvegsfoks. Vísir

Loftgæði í Reykjavík hafa verið afar slæm nú síðdegis en á fjórum stöðvum í borginni fór svifryk langt yfir heilsuverndarmörk um klukkan 17 í dag. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þetta afar líklega mega rekja til jarðvegsfoks með suðaustanáttinni.

Þetta svifryk virðist vera bundið við Reykjavík og Kjalarnes en hefur ekki náð að miklu marki til Kópavogs eða Hafnarfjarðar.

Þorsteinn segir að miðað við vindátt myndi hann giska á að þarna sé jarðvegur frá Landeyjasandi en einnig hefur fokið mikið síðastliðna daga á svæðinu við Hagavatn, suður af Langjökli.

Á báðum svæðum er að finna fíngerðan jökulleir, annars vegar eftir flóð úr Jökulá og hins vegar það sem kemur undan Langjökli sem hefur hörfað talsvert undanfarin ár.

Hann segir Reykjavíkurborg hafa orðið óvenjulega oft fyrir svona jarðvegsfoki í ár. Að meðaltali gerist þetta um fimm sinnum á ári en dagarnir í ár þar sem jarðvegsfoks gætir í borginni eru orðnir fleiri en tíu. Það tengist sjálfsagt veðurfari, enda hefur verið óvenjulega þurrt á landinu á sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.