Meistaradeildin fjarlægur draumur fyrir Jón Guðna og félaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni lék allan leikinn í vörn Krasnodar.
Jón Guðni lék allan leikinn í vörn Krasnodar. vísir/getty

Draumur Jóns Guðna Fjólusonar og félaga í Krasnodar um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er afar fjarlægur eftir 4-0 tap fyrir Olympiacos í fyrri leik liðanna í umspili í kvöld.

Jón Guðni var í byrjunarliði Krasnodar og lék allan leikinn.

Miguel Guerrero kom Olympiacos yfir eftir hálftíma leik. Á 78. mínútu bætti Serbinn Lazar Randjelovic öðru marki við. Hann fékk þá boltann frá Frakkanum reynslumikla, Mathieu Valbuena, og skoraði með skoti sem hafði viðkomu í Jóni Guðna á leiðinni í markið.

Randjelovic skoraði annað mark sitt og þriðja mark Olympiacos með góðu skoti utan vítateigs á 85. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Daniel Podence fjórða markið og stórsigur Olympiacos staðreynd.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Krasnodar næsta þriðjudag.

Dinamo Zagreb er í góðum málum eftir 2-0 sigur á Rosenborg á heimavelli og Young Boys og Rauða stjarnan skildu jöfn, 2-2.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.