Fótbolti

Cristiano Ronaldo segir árið 2018 það versta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nauðgunar ásakanirnar tóku á Ronaldo.
Nauðgunar ásakanirnar tóku á Ronaldo. vísir/getty

Cristiano Ronaldo segir að nauðgunar ásakanirnar sem bornar voru upp á hann á síðasta ári gerðu það að verkum að það ár væri það versta á ferlinum.

Portúgalski knattspyrnumaðurinn var sakaður um nauðgun fyrir meira en tíu árum síðan en var svo hreinsaður af ásökunum þar sem ekki fundust nægar sannanir fyrir brotinu.

„2018 var líklega versta árið mitt þegar ég tala á persónulegu nótunum. Þegar að fólk vegur að heiðri þínum þá getur það haft mikið áhrif á þig,“ sagði Ronaldo í samtali við TVI sjónvarpsstöðina.

Ronaldo talaði ekki beint um beint um ásakanirnar heldur sagði hann að honum liði ekki vel að tala um málið. Það tæki þó á þegar vegið væri að heiðri hans.

Hann væri þó þakklátur og stoltur að því að enn eina ferðina væri sakleysi hans sannað.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.