Fótbolti

Fyrrum landsliðsmaður Gana lést í London eftir heilablóðfall

Anton Ingi Leifsson skrifar
Junior Agogo er hér til vinstri.
Junior Agogo er hér til vinstri. vísir/getty
Junior Agogo, fyrrum framherji meðal annars Nottingham Forest og landsliðs Gana, er látinn einungis fertugur að aldri.

Framherjinn fékk heilablóðfall fyrir tveimur árum en hann hætti knattspyrnuiðkun fyrir fjórum árum síðan.

Hann féll svo frá í gærmorgun en fyrrum samherjar Agogo og félög sem hann hefur spilað fyrir hafa sent samúðarkveðjur; þar á meðal í gegnum Twitter.







Framherjinn spilaði lengst af sinn feril á Englandi en einnig spilaði hann í MLS-deildinni og Grikklandi en lagði svo skóna á hilluna eftir stutt stopp hjá Hibernian í Skotlandi.

Hann kom í gegnum akademíu Sheffield Wednesday en spilaði meira en hundrað leiki fyrir Bristol Rovers og skoraði í þeim 41 mörk. Þaðan fékk hann svo skipt til Nottingham Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×