Innlent

Hægur vindur og skýjað að mestu í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það verður skýjað víða um land í dag.
Það verður skýjað víða um land í dag. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir fremur hæga suðaustlæga eða breytilega átt í dag. Skýjað verður að mestu, en bjartar yfir á Norðurlandi. Dálitlar skúrir á morgun, en þurrt að kalla norðaustantil.

Á morgun verður hægviðri, skýjað með köflum og skúrir Vestan og norðvestanlands, annars þurrt. Hita á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast á Suðausturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu dag, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Norðan 5-10 m/s og dálítil rigning austast á landinu. Hiti 10 til 16 stig.

Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s eftir hádegi og rigning, en hægari og þurrt fram á kvöld á Norðurlandi. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á mánudag:
Suðvestan 8-15 m/s. Víða rigning og hiti 8 til 12 stig, en úrkomulítið á Norðausturlandi með allt að 17 stiga hita.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt að kalla og bjart veður norðaustantil. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir hæga suðlæga eða austlæga átt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en norðaustan strekking norðvestantil og dálitla rigningu eða súld. Kólnar lítið eitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.