Swansea keyrði yfir Birmingham í seinni hálfleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Borja Baston í baráttunni í dag.
Borja Baston í baráttunni í dag. vísir/getty

Swansea fékk Birmingham í heimsókn í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag en bæði lið höfðu byrjað mótið nokkuð vel og var því búist við hörkuslag.

Fyrri hálfleikur var markalus en fjör fór að færast í leikana eftir ríflega klukkutíma leik.

Kyle Naughton kom Swansea á bragðið á 63.mínútu og Bersant Celina tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Spænski sóknarmaðurinn Borja Baston gerði svo endanlega út um leikinn á 75.mínútu.

3-0 sigur Swansea staðreynd og er liðið enn taplaust eftir fyrstu fimm umferðir deildairnnar. Svanirnir hafa 13 stig og sitja í 2.sæti deildarinnar á lakari markatölu en topplið Leeds sem er sömuleiðis með 13 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.