Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 12:40 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ætlar að efna loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi. Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Tillögurnar voru lagðar fram í ríkisstjórn til kynningar í lok maí, en í lok júlí voru þær birtar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem almenningi og öllum hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að gefa þeim álit álit. Þær sem bárust voru allar jákvæðar en einnig komu fram í þeim nokkrar gagnlegar ábendingar um þætti sem má skoða betur.Seyðisfjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem tók þátt í tilraunaverkefni Íbúðarlánasjóðs.Vísir/VilhelmNýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði Tillögur félagsmálaráðherra byggja að stóru leyti á upplýsingum sem hafa komið í gegnum tilraunaverkefni með sjö sveitarfélögum, en því var ætlað að bregðast við alvarlegum vanda í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Meðal reglugerða sem ráðuneytið er nú með má nefna heimild fyrir nýjum lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun til verkefna landsbyggðinni. Tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Þá gera tillögurnar ráð fyrir að brugðist verði við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar.Norðurþing tók einnig þátt í tilraunaverkefninuVísir/VilhelmÞörf á húsnæðisstuðningi fyrir landsbyggðina er önnur en á höfuðborgarsvæðinu Húsnæðismarkaður á landsbyggðinni er víða ekki nægilega skilvirkur. Skortur er á leiguhúsnæði og getur slíkt staðið þróun í atvinnumálum fyrir þrifum. Hvata vantar til byggingar á leiguíbúðum þar sem markaðsverð húsnæðis er mun lægra en byggingarkostnaður. Fram hefur komið að aðgerðirnar sem þarf á landsbyggðinni eru af öðrum toga en á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða stóran hóp fólks sem falli á milli skips og bryggju á húsnæðismarkaðnum. Önnur lönd sem glímt hafa við svipaðan vanda hafa farið svipaða leið við að stuðla að eðlilegri endurnýjun húsnæðis utan stærstu þéttbýlissvæða. Tillögurnar taka mið af reynslu annarra landa en einnig áskorunum ólíkra sveitarfélaga hér á landi.
Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. 24. júlí 2019 12:21