Aron Einar og Heimir Hallgríms byrja samstarfið vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 16:10 Aron Einar Gunnarsson fagnaði sigri í fyrsta keppnisleiknum með Al Arabi í Katar. Getty/Oliver Hardt Al Arabi, lið þeirra Heimis Hallgrímssonar og Aron Einars Gunnarssonar, byrjaði nýtt tímabilið á flottum 3-1 heimasigri. Aron Einar Gunnarsson lék þarna fyrsta keppnisleik sinn fyrir Al Arabi en leikurinn var í fyrstu umferð Stjörnudeildarinnar í Katar. Þetta var líka fyrsti keppnisleikur íslenska landsliðsfyrirliðans undir stjórn Heimis Hallgrímssonar frá því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Þeir Aron Einar og Heimir unnu frábærlega saman hjá íslenska landsliðinu og það lítur út fyrir að það verði ekki mikil breyting á því í Katar. Al Ahli liðið endaði einu sæti ofar en Al Arabi í deildinni í fyrra, Al Ahli í 5. sæti og Al Arabi í 6. sæti. Heimir Hallgrímsson stillti upp sjö erlendum leikmönnum í byrjunarliði sínu í dag og komu þeir frá sjö þjóðum eða Íslandi, Frakklandi, Spáni, Íran, Þýskalandi, Túnis og Súdan. Fjórir Katarbúar voru síðan í byrjunarliðinu. Túnismaðurinn Hamdi Harbaoui kom Al Arabi í 1-0 á 23. mínútu en Paragvæmaðurinn Hernán Pérez jafnaði tólf mínútum síðar. Þannig var staðan í hálfleik. Al Arabi byrjaði seinni hálfleikinn vel og Þjóðverjinn Pierre-Michel Lasogga kom liðinu í 2-1 eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Hamdi Harbaoui bætti síðan við sínu öðru marki á 68. mínútu og kom Al Arabi í 3-1 forystu. Það urðu síðan lokatölur leiksins. Í treyju ellefu í liði Heimis Hallgrímssonar var maður að nafni Mohamed Salah sem er 28 ára kantmaður frá Katar. Hann er þó ekki alveg alnafni Mohamed Salah hjá Liverpool því hann heitir fullu nafni Mohamed Salah Elneel. Aron Einar Gunnarsson hefur spilað á Bretland í ellefu ár þar af síðustu átta árin með Cardiff City í Wales. Þetta var því fyrsti deildarleikur hans utan Bretlandseyja síðan að hann lék með AZ Alkmaar tímabilið 2007 til 2008. Byrjunarlið Al Arabi er hér fyrir neðan og þar sést að Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað á miðjunni í leikkerfinu 4-4-2:## Vs #_QNBpic.twitter.com/oJDvflLlHq — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) August 23, 2019 Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Al Arabi, lið þeirra Heimis Hallgrímssonar og Aron Einars Gunnarssonar, byrjaði nýtt tímabilið á flottum 3-1 heimasigri. Aron Einar Gunnarsson lék þarna fyrsta keppnisleik sinn fyrir Al Arabi en leikurinn var í fyrstu umferð Stjörnudeildarinnar í Katar. Þetta var líka fyrsti keppnisleikur íslenska landsliðsfyrirliðans undir stjórn Heimis Hallgrímssonar frá því á HM í Rússlandi sumarið 2018. Þeir Aron Einar og Heimir unnu frábærlega saman hjá íslenska landsliðinu og það lítur út fyrir að það verði ekki mikil breyting á því í Katar. Al Ahli liðið endaði einu sæti ofar en Al Arabi í deildinni í fyrra, Al Ahli í 5. sæti og Al Arabi í 6. sæti. Heimir Hallgrímsson stillti upp sjö erlendum leikmönnum í byrjunarliði sínu í dag og komu þeir frá sjö þjóðum eða Íslandi, Frakklandi, Spáni, Íran, Þýskalandi, Túnis og Súdan. Fjórir Katarbúar voru síðan í byrjunarliðinu. Túnismaðurinn Hamdi Harbaoui kom Al Arabi í 1-0 á 23. mínútu en Paragvæmaðurinn Hernán Pérez jafnaði tólf mínútum síðar. Þannig var staðan í hálfleik. Al Arabi byrjaði seinni hálfleikinn vel og Þjóðverjinn Pierre-Michel Lasogga kom liðinu í 2-1 eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik. Hamdi Harbaoui bætti síðan við sínu öðru marki á 68. mínútu og kom Al Arabi í 3-1 forystu. Það urðu síðan lokatölur leiksins. Í treyju ellefu í liði Heimis Hallgrímssonar var maður að nafni Mohamed Salah sem er 28 ára kantmaður frá Katar. Hann er þó ekki alveg alnafni Mohamed Salah hjá Liverpool því hann heitir fullu nafni Mohamed Salah Elneel. Aron Einar Gunnarsson hefur spilað á Bretland í ellefu ár þar af síðustu átta árin með Cardiff City í Wales. Þetta var því fyrsti deildarleikur hans utan Bretlandseyja síðan að hann lék með AZ Alkmaar tímabilið 2007 til 2008. Byrjunarlið Al Arabi er hér fyrir neðan og þar sést að Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað á miðjunni í leikkerfinu 4-4-2:## Vs #_QNBpic.twitter.com/oJDvflLlHq — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) August 23, 2019
Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira