Úrræði Íbúðalánasjóðs verði fyrir öll sveitarfélög sem vilji styrkja húsnæðismarkaðinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 19:00 Kópasker er í Norðurþingi sem er eitt þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún. Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45
Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40
Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15