Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2019 18:30 Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, segir óeðlilegt að skoða þurfi hvort konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fái réttláta málsmeðferð. Stöð 2/Baldur Hrfafnkell Jónsson Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira