Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál gegn þeim hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Forstöðukona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Enn þá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Rætt verður við verkefnastjóra almannavarna á Suðurlandi um málið í kvöldfréttum.

Metfjöldi skógarelda loga nú í Amason skóginum í Brasilíu. Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum eldanna. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verður kíkt á kornuppskeru sem hófst á Þorvaldseyri í dag. Það er fyrr en vanalega vegna góðviðris auk þess sem við verðum í beinni útsendingu með sjósundsköppum sem taka þátt í Viðeyjarsundinu í kvöld og ræðum við borgarstjóra um Menningarnótt sem fer fram á morgun.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×