Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 23:15 Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk innan árs. getty/Thierry BARBIER Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. Í vikunni komst Grænland í heimsfréttirnar þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir áhuga á að kaupa landið.Í bréfi frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til þingsins kom fram að það að koma ræðismannsskrifstofu á fót á ný í Nuuk væri hluti af stórri áætlun Bandaríkjanna um aukna viðveru á norðurslóðunum. Þá hafi Bandaríkin gríðarlega hagsmuni á norðurslóðum og vilji þeir auka pólitískt-, efnahagslegt- og viðskiptalegt samband þar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í vikunni yfir áhuga á því að kaupa Grænland sem hlaut hvorki hljómgrunn meðal Grænlendinga né Dana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur sagði hugmyndina fáránlega. Trump brást þá við með því að segja ummæli hennar andstyggileg og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn til Danmerkur. Í bréfi utanríkisráðuneytisins stóð einnig að stöðug viðvera myndi heimila Bandaríkjunum að „vernda hagsmuni á Grænlandi og þróa betra samband við grænlensk yfirvöld og samfélag.“ Þá gæti viðveran verið einn mikilvægasti liðurinn í aukinni viðveru Bandaríkjanna á norðurslóðum. Bandaríkin opnuðu ræðismannsskrifstofu á Grænlandi árið 1940 þegar nasistar hernámu Danmörku en hún lokaði árið 1953. Hugmynd yfirvalda í Bandaríkjunum er sú að þessi ræðismannsskrifstofa myndi opna á næsta ári í Nuuk. Utanríkisráðuneytið hefur þegar skipað sérstakan starfsmann sem sér um mál Grænlands og starfar hann nú í Bandaríska sendiráðinu í Danmörku. Áætlað er að grænlenskir starfsmenn fyrir ræðismannsskrifstofuna verði ráðnir í haust, eða að minnsta kosti fljótlega. Þá muni starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar vera orðnir sjö árið 2020. Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. Í vikunni komst Grænland í heimsfréttirnar þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir áhuga á að kaupa landið.Í bréfi frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til þingsins kom fram að það að koma ræðismannsskrifstofu á fót á ný í Nuuk væri hluti af stórri áætlun Bandaríkjanna um aukna viðveru á norðurslóðunum. Þá hafi Bandaríkin gríðarlega hagsmuni á norðurslóðum og vilji þeir auka pólitískt-, efnahagslegt- og viðskiptalegt samband þar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í vikunni yfir áhuga á því að kaupa Grænland sem hlaut hvorki hljómgrunn meðal Grænlendinga né Dana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur sagði hugmyndina fáránlega. Trump brást þá við með því að segja ummæli hennar andstyggileg og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn til Danmerkur. Í bréfi utanríkisráðuneytisins stóð einnig að stöðug viðvera myndi heimila Bandaríkjunum að „vernda hagsmuni á Grænlandi og þróa betra samband við grænlensk yfirvöld og samfélag.“ Þá gæti viðveran verið einn mikilvægasti liðurinn í aukinni viðveru Bandaríkjanna á norðurslóðum. Bandaríkin opnuðu ræðismannsskrifstofu á Grænlandi árið 1940 þegar nasistar hernámu Danmörku en hún lokaði árið 1953. Hugmynd yfirvalda í Bandaríkjunum er sú að þessi ræðismannsskrifstofa myndi opna á næsta ári í Nuuk. Utanríkisráðuneytið hefur þegar skipað sérstakan starfsmann sem sér um mál Grænlands og starfar hann nú í Bandaríska sendiráðinu í Danmörku. Áætlað er að grænlenskir starfsmenn fyrir ræðismannsskrifstofuna verði ráðnir í haust, eða að minnsta kosti fljótlega. Þá muni starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar vera orðnir sjö árið 2020.
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent