Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2019 19:15 Handtaka Cheng átti sér stað á sama tíma og hrina fjöldamótmæla fer fram í Hong Kong. Ferðamenn hafa greint frá því að öryggisgæsla á landamærum Hong Kong og Kína hafi aukist eftir að mótmælin hófust. Getty/Chris McGrath Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sem var í haldi Kínverja í fimmtán daga hefur nú snúið aftur til Hong Kong. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans í gær. Ekkert hafði spurst til hans í tæpar tvær vikur áður en talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins greindi frá því að Cheng hafi verið hrepptur í fimmtán daga varðhald. Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast. Talsmaður lögreglu í Luohu héraðinu í Shenzen í Kína hefur staðfest við fjölmiðla að Cheng hafi verið sleppt úr haldi. Nokkuð óljóst er hvers vegna Cheng var handekinn af lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri afbrotalöggjöf. Löggjöfin nær yfir fjölda afbrota sem eru of smávægileg til að teljast glæpir. Hún hefur áður verið notuð til að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en frekari ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, greindi áður frá því að ekkert hafi heyrst til hans eftir að hann tilkynnti henni um för sína yfir landamærin milli Shenzhen og Hong Kong. Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong í haldi Kínverja Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. 21. ágúst 2019 11:54 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sem var í haldi Kínverja í fimmtán daga hefur nú snúið aftur til Hong Kong. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans í gær. Ekkert hafði spurst til hans í tæpar tvær vikur áður en talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins greindi frá því að Cheng hafi verið hrepptur í fimmtán daga varðhald. Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast. Talsmaður lögreglu í Luohu héraðinu í Shenzen í Kína hefur staðfest við fjölmiðla að Cheng hafi verið sleppt úr haldi. Nokkuð óljóst er hvers vegna Cheng var handekinn af lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri afbrotalöggjöf. Löggjöfin nær yfir fjölda afbrota sem eru of smávægileg til að teljast glæpir. Hún hefur áður verið notuð til að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en frekari ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, greindi áður frá því að ekkert hafi heyrst til hans eftir að hann tilkynnti henni um för sína yfir landamærin milli Shenzhen og Hong Kong.
Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong í haldi Kínverja Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. 21. ágúst 2019 11:54 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong í haldi Kínverja Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. 21. ágúst 2019 11:54