Erlent

Ætla að hafna milljarða stuðningspakka frá G7 ríkjunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jair Bolsonar, forseti Brasilíu.
Jair Bolsonar, forseti Brasilíu. Getty/Buda Mendes
Brasilísk stjórnvöld hafa í hyggju að afþakka 22 milljón dala fjárhagsaðstoð, sem leiðtogar G7 samþykktu að verja í baráttunni gegn eldunum sem nú geisa í Amasón-regnskógunum. BBC greinir frá.

Engin opinber skýring hefur borist á því hvers vegna stjórnvöld í Brasilíu munu ekki þiggja féð en talsmaður Brasilíuforseta segir að þeim yrði eflaust betur varið hjá G7-ríkjunum sjálfum, ekki síst í Frakklandi sem gæti til að mynda notað peningana til endurheimtar eigin skóglendis.

Talsmaðurinn sakar Frakklandsforseta, sem var gestgjafi G7 fundarins, um nýlenduhugsunarhátt og spyr sig hvað maðurinn sem gat sjálfur ekki spornað við eldsvoðanum í Notre-dam dómkirkjunni í apríl, ætli sér að kenna Brasilíumönnum um brunavarnir.

Brasilía væri frjálst lýðræðisríki sem þyrfti hvorki á fjármunum né leiðsögn nýlenduvelda að halda, auk þess sem her landsins væri búinn að ná stjórn á skógareldunum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.