Enski boltinn

Klopp lá mikið á að komast inn í klefa í hálfleik í sigrinum á Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp var áhyggjufullur í fyrri hálfleiknum á móti Arsenal.
Jürgen Klopp var áhyggjufullur í fyrri hálfleiknum á móti Arsenal. Getty/Robbie Jay Barratt
Liverpool hélt sigurgöngu sinni áfram á Anfield um helgina eftir 3-1 sigur á Arsenal í uppgjöri tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar.

Líkt og áður býður Liverpool áhugasömum að skygnast á bak við tjöldin á heimaleikjum liðsins og þessi leikur var engin undantekning.

InsideAnfield hefur nú sett inn myndbandi sitt frá leiknum á laugardaginn þar sem tvö mörk frá MoSalah og gott skallamark JoelMatip sáu til þess að Liverpool er með fullt hús eftir þrjár fyrstu umferðir tímabilsins.

Eins og áður má sjá leikmenn liðanna mæta á svæðið og ganga til búningklefa sinna. Það eru engar myndavélar inn í búningsklefunum en það má sjá margt sem gerist fyrir utan þá. Þá má síðan sjá helstu atburði leiksins frá óvenjulegum sjónarhornum.

Það sem er sérstaklega athyglisvert í þessu myndbandi er knattspyrnustjórinn JürgenKlopp og hegðun hans í hálfleik. Klopp sést nefnilega taka mikinn sprett inn í klefa í hálfleik og þá var hann líka mjög óþolinmóður með að byrja seinni hálfleikinn.

Arsenal kom Klopp á óvart með leikskipulagi sínu í fyrri hálfleik og það var örugglega ástæðan fyrir því að hann hljóp inn í klefa til að skoða betri lausnir á því. Liverpool gerði síðan út um leikinn með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiksins.

Það má sjá myndbandið um allt sem gekk á bak við tjöldin á Anfield á laugardaginn hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×