Erlent

Sækja mál gegn lækni sem framkvæmdi líknardráp á sjúklingi með Alzheimer

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Um er að ræða fyrsta skipti sem læknir er dreginn fyrir dóm síðan lögin sem heimila líknardráp voru samþykkt árið 2002.
Um er að ræða fyrsta skipti sem læknir er dreginn fyrir dóm síðan lögin sem heimila líknardráp voru samþykkt árið 2002. Vísir/getty
Hollenskir dómstólar reka nú mál gegn þarlendum lækni vegna líknardráps, sem hann framkvæmdi árið 2016. Saksóknarar telja að læknirinn hafi ekki gengið nægilega vel úr skugga um að sjúklingurinn, sem var á áttræðisaldri og með Alzheimer á alvarlegu stigi, hafi veitt samþykki sitt fyrir aðgerðinni. Guardian greinir frá.

Saksóknarar segja þannig að sjúklingurinn hafi barist um á hæl og hnakka áður en læknirinn sprautaði hann með banvænni blöndu. Ekki er þó farið fram á fangelsisdóm yfir lækninum, sem nýtur stuðnings aðstandenda hins látna.

Saksóknarar segjast vilja fá úr því skorið hvernig túlka skuli lög um líknardráp, sem hefur verið löglegt í Hollandi frá árinu 2002, í tilfellum einstaklinga með jafn alvarlegar heilabilanir.


Tengdar fréttir

Líknardrápum fjölgar í Hollandi

Líknardrápum í Hollandi fjölgaði um þrettán prósent í fyrra frá árinu áður að því er kemur fram í árlegri skýrslu frá nefndinni sem heldur utan um þessi mál. Alls völdu 4.188 að skilja við með hjálp læknis í fyrra, en þetta er sjötta árið í röð sem fjölgun verður í þessum hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×