Innlent

Vill ekki fækka kjötdögum og segir vinstri mönnum að „byrja á sjálfum sér“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir
Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er mótfallinn þeirri hugmynd að draga úr kjötneyslu í skólum borgarinnar.

„Það á að spara kjöt og fisk fyrir börn. Í nafni umhverfisverndar.“

Eyþór segir í færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann birtir mynd af bol með áletruninni „kjöt“, að best sé fyrir börn að borða fæðu úr sínu nærumhverfi. „Og það vill svo til að fiskur og kjöt á Íslandi er í sérflokki“.

Eyþór segir að sá matur sem standi börnum til boða í skólum borgarinnar gæti verið betri.

„En í stað þess að bæta matinn í grunnskólum ætla fulltrúar „meirihlutans“ í borgarstjórn að skerða próteininnihald fyrir reykvísk skólabörn!“

Vilji „vinstri menn í borgarstjórn“ minnka kolefnisfótsporið væri við hæfi að þeir byrjuðu á sjálfum sér.

„En létu börnin okkar fá góðan og fjölbreyttan mat“

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, bar meirihlutanum ekki vel söguna í Bítinu í morgun.


Tengdar fréttir

Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu

Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti.

Segir vanda­samt að úti­loka mat­vörur

Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis, segir embættið vonandi gefa út könnun í haust um mataræði fólks í skóla til að sjá hve stór hluti velji sér grænkerafæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×