30. riðlakeppnin bíður Ajax eftir sigur á APOEL

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tadic og félagar fagna.
Tadic og félagar fagna. vísir/getty

Ajax er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á APOEL frá Grikklandi í síðari leik liðanna í umspili keppninnar.

Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli en Ajax, sem fór alla leið í undanúrslitin á síðustu leiktíð, var stálheppið að sleppa með jafntefli í Grindavík.

Það var þó lengstum leikið á eitt mark í Hollandi í kvöld en Hollendingarnir voru mun sterkari. Þeir komust svo yfir á 43. mínútu með marki Edson Alvarez og 1-0 í hálfleik.

Það var svo fyrrum Southampton-maðurinn, Dusan Tadic, sem skoraði annað markið tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði Ajax í riðlakeppnina.

Club Brugge er einnig komið í riðlakeppnina eftir 2-1 sigur á LASK í síðari leik liðanna og samanlagt 3-1.

Þriðja og síðasta lið kvöldsins til þess að komast í riðlakeppnina í kvöld var svo Slavia Prague sem vann 1-0 sigur á Cluj, samanlagt 2-0.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.