Fótbolti

Meistaradeildardrátturinn í beinni á Vísi í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Meistaradeildarbikarinn.
Meistaradeildarbikarinn. Getty/Patrick T. Fallon
32 lið verða í pottinum í dag þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni hér á Vísi en líka á Stöð 2 Sport.

Liverpool, Manchester City og Chelsea gætu öll lent með Real Madrid eða Atletico Madrid í riðli en þau gætu líka fengið lið eins og Shakhtar Donetsk eða Benfica úr öðrum styrkleikaflokki.

Lið frá sama landi geta ekki dregist saman í riðli og Tottenham verður því ekki í riðli með Liverpool, Manchester City eða Chelsea þrátt fyrir að vera í öðrum styrkleikaflokki. Barcelona lendir að sama skapi aldrei í riðli með Real Madrid eða Atletico Madrid.





Styrkleikaflokkarnir líta þannig út:

Fyrsti styrkleikaflokkur:

Liverpool, Chelsea, Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern München, Paris Saint-Germain, Zenit St Petersburg

Annar styrkleikaflokkur:

Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakhtar Donetsk, Tottenham, Ajax, Benfica

Þriðji styrkleikaflokkur:

Lyon, Bayer Leverkusen, Salzburg, Olympiakos, Club Brugge, Valencia, Internazionale Milanó, Dinamo Zagreb

Fjórði styrkleikaflokkur:

Lokomotiv Moskva, Genk, Galatasaray, RB Leipzig, Slavia Prag, Rauða Stjarnan Belgrad, Atalanta, Lille

Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september en hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.

Drátturinn hefst klukkan 18.00 að staðartíma í Mónakó eða klukkan 16.00 að íslenskum tíma.

Á morgun verður síðan dregið í Evrópudeildina og verður sá dráttur einnig í beinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×