Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 11:37 Eldflaug er skotið í loftið í Nyonoksa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. RUSSIAN DEFENCE MINISTRY WEBSITE Minnst fimm eru látnir og þrír slasaðir eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði við strendur Norður-Íshafsins í Rússlandi á fimmtudag. Rosatom, kjarnorkustofnun ríkisins, staðfestir þetta. Rosatom segir slysið hafa átt sér stað þegar verið var að gera tilraunir með vökvadrifna eldflaugarvél. Starfsmennirnir þrír sem slösuðust brenndust alvarlega í slysinu. Áður hafa yfirvöld sagt að tveir hafi látist og sex hafi slasast í sprengingunni á tilraunasvæðinu í Nyonoksa. Fyrirtækið sagði í samtali við fréttastofur í Rússlandi að verkfræði- og tækniteymið hafi verið að vinna á „ísótópa orkugjafanum“ fyrir drifkerfi flaugarinnar. Nánast öll eldflaugakerfi sem notuð eru af rússneska hernum eru prófuð í Nyonoksa, þar á meðal langdræg flugskeyti. Yfirvöld í Severodvinsk, sem er staðsett 47 km. austur af Nyonoksa segja að geislunarstig hafi hækkað eftir sprenginguna en orðið eðlileg aftur eftir um 40 mínútur. Almenningur á svæðinu hefur flykkst í apótek til að kaupa joð og eru joð byrgðir í borgunum Arkhangelsk og Severodvinsk búnar. Á staðarfréttamiðli Arkhangelsk héraðs kemur fram að sjúkraflutningamenn sem sóttu slasaða til Nyonoksa hafi verið klæddir efnahlífðarfatnaði. Á fimmtudag greindu yfirvöld í Severodvinsk að geislavirkni hafi hækkað töluvert í 40 mínútur, úr 0,11 míkrósívertum á klukkustund, sem talin er eðlileg geislun, upp í 2 míkrósívert. Ekki er talin hætta á geislatengdum veikindum þegar geislun nær 2 míkrósívertum. Yfirvöld hafa nú fjarlægt tilkynningu sína um hækkunina af Internetinu. Fréttamenn BBC spurðu yfirvöld í Severodvinsk hvers vegna og var svar þeirra „vegna þess að þetta atvik heyrir undir varnarmálaráðuneytið.“ Varnarmálaráðuneytið hefur þverneitað fyrir að nokkur skaðleg efni hafi losnað út í umhverfið og að geislavirkni sé eðlileg. Þetta er annað slysið sem á sér stað í tengslum við rússneska herinn í vikunni. Á mánudag dó ein manneskja og átta slösuðust þegar sprenging átti sér stað í hergagnalager í Síberíu. Í sprengingunni skutust vopn á skóla og leikskóla í nágrenninu. Meira en 9,500 manns voru fjarlægð af heimilum sínum. Rússland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Minnst fimm eru látnir og þrír slasaðir eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði við strendur Norður-Íshafsins í Rússlandi á fimmtudag. Rosatom, kjarnorkustofnun ríkisins, staðfestir þetta. Rosatom segir slysið hafa átt sér stað þegar verið var að gera tilraunir með vökvadrifna eldflaugarvél. Starfsmennirnir þrír sem slösuðust brenndust alvarlega í slysinu. Áður hafa yfirvöld sagt að tveir hafi látist og sex hafi slasast í sprengingunni á tilraunasvæðinu í Nyonoksa. Fyrirtækið sagði í samtali við fréttastofur í Rússlandi að verkfræði- og tækniteymið hafi verið að vinna á „ísótópa orkugjafanum“ fyrir drifkerfi flaugarinnar. Nánast öll eldflaugakerfi sem notuð eru af rússneska hernum eru prófuð í Nyonoksa, þar á meðal langdræg flugskeyti. Yfirvöld í Severodvinsk, sem er staðsett 47 km. austur af Nyonoksa segja að geislunarstig hafi hækkað eftir sprenginguna en orðið eðlileg aftur eftir um 40 mínútur. Almenningur á svæðinu hefur flykkst í apótek til að kaupa joð og eru joð byrgðir í borgunum Arkhangelsk og Severodvinsk búnar. Á staðarfréttamiðli Arkhangelsk héraðs kemur fram að sjúkraflutningamenn sem sóttu slasaða til Nyonoksa hafi verið klæddir efnahlífðarfatnaði. Á fimmtudag greindu yfirvöld í Severodvinsk að geislavirkni hafi hækkað töluvert í 40 mínútur, úr 0,11 míkrósívertum á klukkustund, sem talin er eðlileg geislun, upp í 2 míkrósívert. Ekki er talin hætta á geislatengdum veikindum þegar geislun nær 2 míkrósívertum. Yfirvöld hafa nú fjarlægt tilkynningu sína um hækkunina af Internetinu. Fréttamenn BBC spurðu yfirvöld í Severodvinsk hvers vegna og var svar þeirra „vegna þess að þetta atvik heyrir undir varnarmálaráðuneytið.“ Varnarmálaráðuneytið hefur þverneitað fyrir að nokkur skaðleg efni hafi losnað út í umhverfið og að geislavirkni sé eðlileg. Þetta er annað slysið sem á sér stað í tengslum við rússneska herinn í vikunni. Á mánudag dó ein manneskja og átta slösuðust þegar sprenging átti sér stað í hergagnalager í Síberíu. Í sprengingunni skutust vopn á skóla og leikskóla í nágrenninu. Meira en 9,500 manns voru fjarlægð af heimilum sínum.
Rússland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira