Fimm látnir eftir kjarnorkuslys í Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 11:37 Eldflaug er skotið í loftið í Nyonoksa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. RUSSIAN DEFENCE MINISTRY WEBSITE Minnst fimm eru látnir og þrír slasaðir eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði við strendur Norður-Íshafsins í Rússlandi á fimmtudag. Rosatom, kjarnorkustofnun ríkisins, staðfestir þetta. Rosatom segir slysið hafa átt sér stað þegar verið var að gera tilraunir með vökvadrifna eldflaugarvél. Starfsmennirnir þrír sem slösuðust brenndust alvarlega í slysinu. Áður hafa yfirvöld sagt að tveir hafi látist og sex hafi slasast í sprengingunni á tilraunasvæðinu í Nyonoksa. Fyrirtækið sagði í samtali við fréttastofur í Rússlandi að verkfræði- og tækniteymið hafi verið að vinna á „ísótópa orkugjafanum“ fyrir drifkerfi flaugarinnar. Nánast öll eldflaugakerfi sem notuð eru af rússneska hernum eru prófuð í Nyonoksa, þar á meðal langdræg flugskeyti. Yfirvöld í Severodvinsk, sem er staðsett 47 km. austur af Nyonoksa segja að geislunarstig hafi hækkað eftir sprenginguna en orðið eðlileg aftur eftir um 40 mínútur. Almenningur á svæðinu hefur flykkst í apótek til að kaupa joð og eru joð byrgðir í borgunum Arkhangelsk og Severodvinsk búnar. Á staðarfréttamiðli Arkhangelsk héraðs kemur fram að sjúkraflutningamenn sem sóttu slasaða til Nyonoksa hafi verið klæddir efnahlífðarfatnaði. Á fimmtudag greindu yfirvöld í Severodvinsk að geislavirkni hafi hækkað töluvert í 40 mínútur, úr 0,11 míkrósívertum á klukkustund, sem talin er eðlileg geislun, upp í 2 míkrósívert. Ekki er talin hætta á geislatengdum veikindum þegar geislun nær 2 míkrósívertum. Yfirvöld hafa nú fjarlægt tilkynningu sína um hækkunina af Internetinu. Fréttamenn BBC spurðu yfirvöld í Severodvinsk hvers vegna og var svar þeirra „vegna þess að þetta atvik heyrir undir varnarmálaráðuneytið.“ Varnarmálaráðuneytið hefur þverneitað fyrir að nokkur skaðleg efni hafi losnað út í umhverfið og að geislavirkni sé eðlileg. Þetta er annað slysið sem á sér stað í tengslum við rússneska herinn í vikunni. Á mánudag dó ein manneskja og átta slösuðust þegar sprenging átti sér stað í hergagnalager í Síberíu. Í sprengingunni skutust vopn á skóla og leikskóla í nágrenninu. Meira en 9,500 manns voru fjarlægð af heimilum sínum. Rússland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Minnst fimm eru látnir og þrír slasaðir eftir að eldflaug sprakk á tilraunasvæði við strendur Norður-Íshafsins í Rússlandi á fimmtudag. Rosatom, kjarnorkustofnun ríkisins, staðfestir þetta. Rosatom segir slysið hafa átt sér stað þegar verið var að gera tilraunir með vökvadrifna eldflaugarvél. Starfsmennirnir þrír sem slösuðust brenndust alvarlega í slysinu. Áður hafa yfirvöld sagt að tveir hafi látist og sex hafi slasast í sprengingunni á tilraunasvæðinu í Nyonoksa. Fyrirtækið sagði í samtali við fréttastofur í Rússlandi að verkfræði- og tækniteymið hafi verið að vinna á „ísótópa orkugjafanum“ fyrir drifkerfi flaugarinnar. Nánast öll eldflaugakerfi sem notuð eru af rússneska hernum eru prófuð í Nyonoksa, þar á meðal langdræg flugskeyti. Yfirvöld í Severodvinsk, sem er staðsett 47 km. austur af Nyonoksa segja að geislunarstig hafi hækkað eftir sprenginguna en orðið eðlileg aftur eftir um 40 mínútur. Almenningur á svæðinu hefur flykkst í apótek til að kaupa joð og eru joð byrgðir í borgunum Arkhangelsk og Severodvinsk búnar. Á staðarfréttamiðli Arkhangelsk héraðs kemur fram að sjúkraflutningamenn sem sóttu slasaða til Nyonoksa hafi verið klæddir efnahlífðarfatnaði. Á fimmtudag greindu yfirvöld í Severodvinsk að geislavirkni hafi hækkað töluvert í 40 mínútur, úr 0,11 míkrósívertum á klukkustund, sem talin er eðlileg geislun, upp í 2 míkrósívert. Ekki er talin hætta á geislatengdum veikindum þegar geislun nær 2 míkrósívertum. Yfirvöld hafa nú fjarlægt tilkynningu sína um hækkunina af Internetinu. Fréttamenn BBC spurðu yfirvöld í Severodvinsk hvers vegna og var svar þeirra „vegna þess að þetta atvik heyrir undir varnarmálaráðuneytið.“ Varnarmálaráðuneytið hefur þverneitað fyrir að nokkur skaðleg efni hafi losnað út í umhverfið og að geislavirkni sé eðlileg. Þetta er annað slysið sem á sér stað í tengslum við rússneska herinn í vikunni. Á mánudag dó ein manneskja og átta slösuðust þegar sprenging átti sér stað í hergagnalager í Síberíu. Í sprengingunni skutust vopn á skóla og leikskóla í nágrenninu. Meira en 9,500 manns voru fjarlægð af heimilum sínum.
Rússland Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira