Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Nýtt skipulag verður á tónleikum Ed Sheeran í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Nokkurrar óánægju gætti meðal gesta sem þurftu margir hverjir að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. Verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu að röðin langa hefði meðal annars skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í sætisröðinni. Í fréttatilkynningu frá Senu Live sem barst skömmu fyrir hádegi kemur fram að þegar ljóst var að röðin inn á standandi svæði tónleikanna í gær væri of hæg hafi verið tekið upp nýtt skipulag sem olli því að röðin gekk mun hraðar. Hið nýja skipulag verður við lýði í kvöld þegar hleypt verður inn á svæðið. Þá biðst Sena Live afsökunar á þeim óþægindum sem löng röð olli. Þeir sem fréttastofa náði tali af eftir tónleikana voru hæstánægðir með upplifunina. „Upplifunin var rosaleg, æðisleg. Hann spilaði öll lög sem ég átti von á að heyra. Í einu orði sagt, æðislegt,“ sagði Goði Már Daðason, tónleikagestur. Uppfyllti hann allar þínar væntingar? „Hvort hann gerði,“ sagði Goði Már. Myndir þú fara aftur? „Hvort ég myndi,“ sagði Goði Már. Fjölmargir nýttu sér þjónustu Strætó í gær en boðið var upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá Laugardalsvelli og að Kringlu fyrir og eftir tónleika. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum og tók um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Seinni tónleikar Sheeran fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Í myndbandinu að neðan má sjá stemninguna á LAugardalsvelli í gær. Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Nýtt skipulag verður á tónleikum Ed Sheeran í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Nokkurrar óánægju gætti meðal gesta sem þurftu margir hverjir að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. Verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu að röðin langa hefði meðal annars skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í sætisröðinni. Í fréttatilkynningu frá Senu Live sem barst skömmu fyrir hádegi kemur fram að þegar ljóst var að röðin inn á standandi svæði tónleikanna í gær væri of hæg hafi verið tekið upp nýtt skipulag sem olli því að röðin gekk mun hraðar. Hið nýja skipulag verður við lýði í kvöld þegar hleypt verður inn á svæðið. Þá biðst Sena Live afsökunar á þeim óþægindum sem löng röð olli. Þeir sem fréttastofa náði tali af eftir tónleikana voru hæstánægðir með upplifunina. „Upplifunin var rosaleg, æðisleg. Hann spilaði öll lög sem ég átti von á að heyra. Í einu orði sagt, æðislegt,“ sagði Goði Már Daðason, tónleikagestur. Uppfyllti hann allar þínar væntingar? „Hvort hann gerði,“ sagði Goði Már. Myndir þú fara aftur? „Hvort ég myndi,“ sagði Goði Már. Fjölmargir nýttu sér þjónustu Strætó í gær en boðið var upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá Laugardalsvelli og að Kringlu fyrir og eftir tónleika. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum og tók um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Seinni tónleikar Sheeran fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Í myndbandinu að neðan má sjá stemninguna á LAugardalsvelli í gær.
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00
Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00
Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29
Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02
Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26