Erlent

Fimm börn létust í eldsvoða á dagheimili

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AP/Greg Wohlford
Fimm börn létust þegar eldur kom upp á dagheimili í bænum Erie í Pennsylvaníu í gær, þá var starfsmaður dagheimilisins fluttur á sjúkrahús. Guardian greinir frá.

Eldurinn kom upp skömmu eftir miðnætti en fjögur barnanna, systkini, höfðu verið í næturpössun á dagheimilinu vegna vinnu foreldra þeirra. Börnin fimm sem létust voru á aldrinum 8 mánaða til 7 ára gömul.

Slökkviliðsstjórinn John Widomski segir að líkur séu á því að eldurinn hafi kviknað í stofu dagheimilisins en upptök eldsins liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×