Mikið verk óunnið í uppgræðslu lands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2019 18:45 Landfok sem fór yfir Árnessýslu í gær. Vísir/Stöð 2 Landgræðslustjóri segir að enn sé mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla. Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið eins og sjá má á veðurtunglamyndum MODIS sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook í gær. Landfokið var hvað mest sunnan Mýrdalssands og virðast upptökin vera inn til landsins, í grennd við Rjúpnafell.Á myndum sem Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður fréttastofunnar náði í Árnessýslu í gær má sjá hvernig brúnleitur misstur lá yfir umhverfinu eins og þykk þoka.Landfokið lagðist yfir eins og þykk þoka.Vísir/Stöð 2„Mest er þetta eflaust fín steinefni sem eru að fjúka frá jökuljöðrunum. Mikið af þessum mekki sem lá yfir Suðurlandi er eflaust með uppruna í kringum Hagavatnið sunnan við Langjökul. Þegar að svona aðstæður eru, mikið rok og þurrt að þá fara þessi efni af stað og síðan er takmarkað af gróðri þarna uppi á hálendinu sem að getur í rauninni tekið við og stoppað þetta fok af,“ segir Árni. Árni segir landfokið í gær líklega ekki eiga uppruna sinn í rofnu mólendi en að þó sé eitthvað moldarefni þar á ferðinni. Hann segir landfok sem þetta hafa mikil áhrif á loftgæði. „Alveg klárlega og það er nú kannski heilbrigðiseftirlitið sem geta meira sagt til um það en ég. En þegar magnið er eins mikið og það var í gær að þá er varla hægt að líta til fjalla án þess að fá hreinlega í augun,“ segir Árni og bætir við að það eina sem stöðvi landfok sem þetta sé gróður og að ekki sé mikið um hann á hálendinu. „Það er heilmikið verk að vinna enn þá í uppgræðslu lands,“ segir Árni. Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira
Landgræðslustjóri segir að enn sé mikið verk óunnið í uppgræðslu landsins. Landfok af hálendinu í gær hafði mikil áhrif á Suðurlandi og dró úr loftgæðum. Á tímabili fengu menn í augun við það eitt að horfa til fjalla. Hvöss norðanáttin sem var yfir landinu um helgina gerði það að verkum að brúnan þykkan mökk lagði út á haf um sunnanvert landið eins og sjá má á veðurtunglamyndum MODIS sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti á Facebook í gær. Landfokið var hvað mest sunnan Mýrdalssands og virðast upptökin vera inn til landsins, í grennd við Rjúpnafell.Á myndum sem Baldur Hrafnkell Jónsson, myndatökumaður fréttastofunnar náði í Árnessýslu í gær má sjá hvernig brúnleitur misstur lá yfir umhverfinu eins og þykk þoka.Landfokið lagðist yfir eins og þykk þoka.Vísir/Stöð 2„Mest er þetta eflaust fín steinefni sem eru að fjúka frá jökuljöðrunum. Mikið af þessum mekki sem lá yfir Suðurlandi er eflaust með uppruna í kringum Hagavatnið sunnan við Langjökul. Þegar að svona aðstæður eru, mikið rok og þurrt að þá fara þessi efni af stað og síðan er takmarkað af gróðri þarna uppi á hálendinu sem að getur í rauninni tekið við og stoppað þetta fok af,“ segir Árni. Árni segir landfokið í gær líklega ekki eiga uppruna sinn í rofnu mólendi en að þó sé eitthvað moldarefni þar á ferðinni. Hann segir landfok sem þetta hafa mikil áhrif á loftgæði. „Alveg klárlega og það er nú kannski heilbrigðiseftirlitið sem geta meira sagt til um það en ég. En þegar magnið er eins mikið og það var í gær að þá er varla hægt að líta til fjalla án þess að fá hreinlega í augun,“ segir Árni og bætir við að það eina sem stöðvi landfok sem þetta sé gróður og að ekki sé mikið um hann á hálendinu. „Það er heilmikið verk að vinna enn þá í uppgræðslu lands,“ segir Árni.
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Sjá meira