Fótbolti

Sneijder leggur skóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sneijder á ferðinni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2010 þar sem Inter vann Bayern München, 2-0. Sneijder lagði upp fyrra mark Inter.
Sneijder á ferðinni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2010 þar sem Inter vann Bayern München, 2-0. Sneijder lagði upp fyrra mark Inter. vísir/getty
Hollendingurinn Wesley Sneijder hefur lagt takkaskóna á hilluna. Sneijder, sem er 35 ára, lék síðast með Al-Gharafa í Katar.

Á ferlinum varð Sneijder landsmeistari með Ajax í Hollandi, Real Madrid á Spáni, Inter á Ítalíu og Galatasary í Tyrklandi. Þá vann hann silfur og brons með hollenska landsliðinu á HM.

Besta árið hans á ferlinum var 2010. Þá vann hann þrennuna með Inter og skoraði fimm mörk á HM í Suður-Afríku þar sem Holland komst í úrslit. Hann var í 2. sæti í valinu á besta leikmanni HM og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins.



Sneijder er leikjahæstur í sögu hollenska landsliðsins með 134 leiki. Hann skoraði 31 landsliðsmark.

Sneijder lék með hollenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Holland fór í undanúrslit á fjórum af þessum sex mótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×