Innlent

Slökkti eld með garðslöngu

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja fengu tilkynningu um eld í sumarbústað klukkan tíu í kvöld.
Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja fengu tilkynningu um eld í sumarbústað klukkan tíu í kvöld. Vísir/Einar Á

Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja fengu klukkan tíu í kvöld tilkynningu um að eldur væri laus í sumarhúsi í Sandgerði.

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri liðsins var fyrstur á staðinn og þegar að var komið var eigandi bústaðarins búinn að slökkva eldinn með garðslöngu. Jón sagði að sínir menn hefði ekki þurft að taka út búnað þegar þeir komu á vettvang.

Eldurinn virðist hafa komið upp undir palli við sumarhúsið. Óvíst er hversu miklar skemmdir urðu vegna eldsins.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.