Erlent

Flugfreyja lést af völdum mislinga

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugfreyjan hlaut heilaskaða vegna vírussins og hafði verið haldið sofandi.
Flugfreyjan hlaut heilaskaða vegna vírussins og hafði verið haldið sofandi. Vísir/Getty
Ísraelsk flugfreyja, sem veiktist af mislingum í áætlunarferð flugfélagsins EL AL frá New York til Ísrael, er látin.

Flugfreyjan var 43 ára gömul en hún veiktist í fluginu í apríl síðastliðnum. Ekki er vitað hvernig hún smitaðist.

Er hún þriðja manneskjum sem lætur lífið af völdum mislinga í Ísrael frá því í nóvember. Á undan því hafði enginn látist af völdum mislinga í Ísrael í fimmtán ár.

Flugfreyjan hlaut heilaskaða vegna vírussins og hafði verið haldið sofandi.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að mislingar séu ein skæðasta farsótt heimsins og hafði verið í rénun þar til nýlega. Í Bandaríkjunum stefnir í að fjöldi þeirra sem veikjast af mislingum verði fleiri í ár en árið 2000. Þetta á einnig við í Mexíkó, Frakklandi og Madagaskar.

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, greindi frá því að 98 lönd hefðu tilkynnt um fjölgun mislingasmita árið 2018.

Engin meðferð er til við sjúkdómnum og eina fyrirbyggjandi meðferðin felst í bólusetningu sem veitir meira en 95% vörn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.