„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 23:47 Gargiulo var í dag sakfelldur fyrir morðin á þeim Ashley Ellerin og Mariu Bruno. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða Michelle Murphy. Hann er auk þess ákærður fyrir morðið á fjórðu konunni, Triciu Pacaccio. Vísir/getty Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993. Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið „Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum. Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher bar vitni í málinu gegn Gargiuoli en hann bauð annarri konunni á stefnumót daginn áður en hún fannst látin Gargiulo var einnig fundinn sekur um að hafa reynt að myrða þriðju konuna. Hann beitti hnífi við allar árásirnar þrjár en brotin voru framin á sjö ára tímabili, hið fyrsta árið 2001 og síðasta árið 2008.Sjá einnig: Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Dómstóll í Los Angeles mun nú leggja mat á það hvort Gargiulo hafi verið heill á geði þegar hann réðst á konurnar. Réttarhöld þess efnis hefjast á þriðjudag í næstu viku.Gargiulo í dómsal í maí.Vísir/gettyMál Gargiulos vakti einkum athygli fyrir þær sakir að Ashton Kutcher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Two and a Half Men og That 70‘s Show, bar vitni í málinu í maí. Þar lýsti hann því að hann hefði boðið Ashley Ellerin, 22 ára nema í fatahönnun, á stefnumót árið 2001. Skömmu síðar hugðist hann sækja hana á heimili hennar í Hollywood og sá að öll ljós voru kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann rauðar slettur á gólfinu en gerði ráð fyrir að um væri að ræða rauðvínsbletti. Meðleigjandi Ellerin kom að henni látinni morguninn eftir. Hún hafði verið stungin 47 sinnum, að sögn saksóknara. Kutcher sagði fyrir rétti að hann hefði verið við það að tapa sér þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin. Hann hafi vitað að fingraför hans væru á útidyrahurð heimilis hennar.Ashton Kutcher sést hér bera vitni gegn Gargiulo.Vísir/gettyÞá var Gargiulo einnig fundinn sekur um að hafa stungið nágrannakonu sína, hina 32 ára Mariu Bruno, til bana. Hann réðst á hana þar sem hún svaf í rúmi sínu. Þriðja fórnarlambið, Michelle Murphy, var einnig nágrannakona Gargiulos þegar hann reyndi að myrða hana árið 2008. Hún lifði árásina af. Erfðaefni Gargiulos á vettvangi árásarinnar kom lögreglu á sporið. Þá hefur Gargiulo verið boðaður fyrir rétt í Illinois þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt átján ára stúlku í Chicago árið 1993.
Bandaríkin Tengdar fréttir Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32