Erlent

Hafna friðarviðræðum vegna heræfinga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu AP/KCNA

Norður-Kórea hefur hafnað frekari friðarviðræðum við granna sína í suðri. Stjónvöld í Pjongjang skella skuldinni alfarið á Suður-Kóreumenn, sem þau segja að hafi hagað sér með þeim hætti að ómögulegt sé að halda áfram á braut friðar.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar ræðu sem forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in hélt í gær þar sem hann hét því að sameina allan Kóreuskagann fyrir árið 2045, en Kórea skiptist upp í tvö ríki árið 1945 að lokinni seinni heimstyrjöld.

Norðanmenn segja ófært að tala á þessum nótum á sama tíma og verið sé að skipuleggja heræfingar með helsta óvini Norður Kóreu, Bandaríkjamönnum, og því geti ekkert framhald orðið á viðræðunum.

Að auki skutu Norður Kóreumenn tveimur eldflaugum á loft í morgun, og er það sjötta slíka tilraunin á innan við mánuði.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.