Fótbolti

Blikastelpurnar fara til Tékklands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agla María Albertsdóttir og Blikar eru á leiðinni til Prag í september.
Agla María Albertsdóttir og Blikar eru á leiðinni til Prag í september. Vísir/Daníel
Breiðablik mætir Sparta Prag í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dregið var í dag í höfuðstöðvum UEFA í Nyon.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Kópavogsvelli 11. eða 12. september og sá síðari ytra 25. eða 26. september.

Breiðablik komst áfram úr undankeppninni með því að vinna alla sína leiki í riðlinum, en leikið var í Bosníu og Hersegóvínu.

Blikastelpurnar unnu Asa Tel Aviv 4-1, ZFK Dragon 2014 11-0 og SFK 2000 Sarajevo 3-1.

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg mæta Mitrovica frá Kósóvó.

Evrópumeistarar Lyon drógust á móti Ryazan-VDV frá Rússlandi.

Hér fyrir neðan eru liðin sem drógust saman:

Juventus (ITA) v Barcelona (ESP)

Hibernian (SCO) v Slavia Praha (CZE)

ŽFK Spartak (SRB) v Atlético Madrid (ESP)

Braga (POR) v Paris Saint-Germain (FRA)

Vllaznia (ALB) v Fortuna Hjørring (DEN)

Cheranovo (RUS) v Glasgow City (SCO)

Ryazan-VDV (RUS) v Lyon (FRA, holders)

Arsenal (ENG) v Fiorentina (ITA)

Göteborg (SWE) v Bayern München (GER)

St. Pölten (AUT) v Twente (NED)

Anderlecht (BEL) v BIIK-Kazygurt (KAZ)

Breiðablik (ISL) v Sparta Prag (CZE)

Mitrovica (KOS) v Wolfsburg (GER)

Piteå (SWE) v Brøndby (DEN)

Lugano (SUI) v Manchester City (ENG)

Minsk (BLR) v FC Zürich (SUI)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×