Mun auðveldara að fá læknistíma á Selfossi með tilkomu teymisvinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 12:30 Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en hún var ein af frummælendum á opnum fundi þar sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra kynnti heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga var fundarstjóri. Vísir/Magnús Hlynur Teymisvinna lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss hefur tekist svo vel að nú komast nánast allir í viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður þurfti fólk að bíða vikum saman eftir að komast til læknis. Eftir símtal við hjúkrunarfræðing fá um sextíu prósent úrlausn sinna mála án þess að þurfa viðtalstíma hjá lækni. Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni á Selfossi koma að teymisvinnunni. Inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kynnti teymisvinnuna á opnum fundi með heilbrigðisráðherra á Selfossi í vikunni. „Í stað þess að allir séu að hringja inn á morgnanna í kappi við að fá tíma hjá lækni þá hringja hjúkrunarfræðingarnir til baka í alla þá sem óska þess að koma með erindi á heilsugæsluna og sjá til þess að koma erindum í réttan farveg. Þannig að hjúkrunarfræðingarnir eftir eðli erindis geta bókað sjúkling í tíma hjá lækni, annað hvort í tíu mínútur, tuttugu mínútur eða þrjátíu mínútur, eftir því hversu stórt og viðamikið erindið er,“ segir Herdís. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur að sinna teymisvinnu með því að taka á móti símtali frá skjólstæðingi heilsugæslunnar á Selfossi og aðstoða viðkomandi með sín mál.Vísir/Magnús HlynurHerdís segir að hjúkrunarfræðingarnir séu að hringja daglega um 110 til 200 símtöl. „Það er skemmst frá því að segja að í sextíu prósent tilfella þá geta hjúkrunarfræðingarnir leyst erindið án þess að þú þurfir að panta tíma hjá lækninum og þá ýmist eru erindin leyst af hjúkrunarfræðingnum sjálfum eða í samvinnu að sjálfsögðu við lækni eða þá að erindið fer inn til læknaritara eða leyst með öðrum hætti,“ segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís segir að með nýja fyrirkomulagi þá komist skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar miklu fyrr til læknis en áður og þjónustan er orðin mjög markviss og skýr, sem sé mjög ánægjuleg þróun í bættri þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Um 15-18% fleiri komast nú að í hefðbundinn viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður var, sem þakka má teymisvinnunni. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Teymisvinna lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss hefur tekist svo vel að nú komast nánast allir í viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður þurfti fólk að bíða vikum saman eftir að komast til læknis. Eftir símtal við hjúkrunarfræðing fá um sextíu prósent úrlausn sinna mála án þess að þurfa viðtalstíma hjá lækni. Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni á Selfossi koma að teymisvinnunni. Inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kynnti teymisvinnuna á opnum fundi með heilbrigðisráðherra á Selfossi í vikunni. „Í stað þess að allir séu að hringja inn á morgnanna í kappi við að fá tíma hjá lækni þá hringja hjúkrunarfræðingarnir til baka í alla þá sem óska þess að koma með erindi á heilsugæsluna og sjá til þess að koma erindum í réttan farveg. Þannig að hjúkrunarfræðingarnir eftir eðli erindis geta bókað sjúkling í tíma hjá lækni, annað hvort í tíu mínútur, tuttugu mínútur eða þrjátíu mínútur, eftir því hversu stórt og viðamikið erindið er,“ segir Herdís. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur að sinna teymisvinnu með því að taka á móti símtali frá skjólstæðingi heilsugæslunnar á Selfossi og aðstoða viðkomandi með sín mál.Vísir/Magnús HlynurHerdís segir að hjúkrunarfræðingarnir séu að hringja daglega um 110 til 200 símtöl. „Það er skemmst frá því að segja að í sextíu prósent tilfella þá geta hjúkrunarfræðingarnir leyst erindið án þess að þú þurfir að panta tíma hjá lækninum og þá ýmist eru erindin leyst af hjúkrunarfræðingnum sjálfum eða í samvinnu að sjálfsögðu við lækni eða þá að erindið fer inn til læknaritara eða leyst með öðrum hætti,“ segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís segir að með nýja fyrirkomulagi þá komist skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar miklu fyrr til læknis en áður og þjónustan er orðin mjög markviss og skýr, sem sé mjög ánægjuleg þróun í bættri þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Um 15-18% fleiri komast nú að í hefðbundinn viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður var, sem þakka má teymisvinnunni.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira