Erlent

Ásökunum um kynferðisofbeldi á bandarískum fósturheimilum fer fjölgandi

Lögreglan vaktar hér fósturheimili fyrir börn innflytjenda sem tekin hafa verið frá fjölskyldum sínum.
Lögreglan vaktar hér fósturheimili fyrir börn innflytjenda sem tekin hafa verið frá fjölskyldum sínum. Vísir/AP
Ásökunum um kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gegn börnum sem tekin hafa verið frá foreldrum sínum við komu til Bandaríkjanna fer fjölgandi. Lögmaður sem hefur farið fyrir nokkrum fjölskyldum sem höfða nú mál á hendur bandaríska ríkinu segir málsóknir vegna slíkra mála koma til með að verða fleiri en þær eru nú.Lögmaðurinn, Erik Walsh hjá lögmannsstofunni Arnold & Porter, hefur þegar höfðað 18 mál fyrir hönd níu fjölskyldna sem halda því fram að börn þeirra hafi verið misnotuð og beitt ofbeldi á sérstökum fósturheimilum fyrir börn sem hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. Talið er að kostnaður bandaríska ríkisins vegna málanna gæti endað á að hlaupa á milljörðum dollara.Meðal þeirra sem höfðar nú mál er gvatemalskur umhverfisverndaraktívisti. Segir hann sjö ára hjartveikan son sinn hafa þurft að þola kynferðislega misnotkun og ofbeldi af hendi annara drengja á heimilinu sem hann dvaldi á í New York. Sjálfur var maðurinn fluttur til Georgíu, rúma 3200 kílómetra frá syni sínum.„Hvernig gat það gerst að sonur minn var látinn ganga í gegn um þetta? Sonur minn er lítill og getur ekki varið sig,“ hefur AP-fréttastofan eftir manninum.Á síðustu árum hafa um 3000 börn verið tekin frá fjölskyldum sínum við komuna til Bandaríkjanna og  má því gera ráð fyrir mun fleiri málsóknum en þegar eru farnar af stað. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur alla jafna sex mánuði til þess að gera sátt í málum sem þessum áður en þær fara fyrir almenn dómstóla.Hvorki dóms- né varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um málið þrátt fyrir óskir fjölmiðla um viðbrögð af þeirra hálfu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.