Segir skýrt að engar kvaðir um sæstreng séu í þriðja orkupakkanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:35 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00